spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús gat ekkert kýlt með hægri höndinni í gær

Magnús gat ekkert kýlt með hægri höndinni í gær

maggi-eftir-bardagannMagnús Ingi Ingvarsson náði bronsinu í sínum flokki á Evrópumótinu í Prag í gær. Hann tapaði fyrir sterkum Ítala í undanúrslitum en má vel við una eftir frábæran árangur.

Magnús Ingi tók fjóra bardaga á fjórum dögum og fær því verðskuldaða hvíld í dag. Hann tapaði fyrir Ítalanum Gianluigi Ventoruzzo eftir klofna dómaraákvörðun þar sem tveir dómarar dæmdu Ítalanum sigur á meðan sá þriðji dæmdi Magnúsi sigur.

Bardaginn var jafn og harður en Ítalinn reyndist sterkari. „Þetta var sterkur gæji og mjög stór. Hann var greinilega góður glímumaður og náði að halda Magga vel í jörðinni,“ segir Jón Viðar um bardagann.

Það er svo sannarlega ekki auðvelt að taka fjóra bardaga á fjórum dögum en Magnús fór ekki meiðslalaus í gegnum þetta. „Í öðrum bardaga meiddist hann illa í hægri hnúanum. Hann gat ekkert kýlt með hægri í bardaganum í gær og á fimmtudaignn. Það er rosa óþægilegt að fara inn í bardaga bara með eina hönd standandi og gefur manni óöryggi.“

Magnús keppti í veltivigt sem var stærsti flokkur mótsins. 32 keppendur voru skráðir til leiks og er þetta frábært afrek að ná bronsinu í svo sterkum flokki. „Maggi stóð sig drullu vel. Ekki slæmt að ná 3. sæti á EM í erfðasta flokkinum, svakalegur árangur hjá honum,“ segir Jón Viðar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular