spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús Ingi fær titilbardaga í apríl

Magnús Ingi fær titilbardaga í apríl

Magnús Ingi GeleziMagnús Ingi Ingvarsson fær titilbardaga í FightStar bardagasamtökunum í apríl. Bardaginn fer fram sama kvöld og Bjarki Þór mætir Alan Procter aftur.

FightStar Championship 9 bardagakvöldið fer fram þann 29. apríl í London. Upphaflega átti bardagakvöldið að fara fram þann 22. apríl en mótshaldarar þurftu að færa kvöldið um viku. Bardagi Bjarka Þórs og Procter er endurat eftir að bardagi þeirra endaði með umdeildum hætti í desember.

Magnús Ingi mun berjast um léttvigtarbelti FightStar á kvöldinu en hann mætir Hascen Neri Gelezi. Gelezi býr í Frakklandi en er sagður vera frá Saudi Arabíu á Sherdog með aðeins einn bardaga. Gelezi er svart belti í júdó og er eflaust með fleiri bardaga en skráðir eru á Sherdog.

Bardagabræðurnir munu því berjast sama kvöld þann 29. apríl líkt og þeir hafa svo oft gert áður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular