spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDemian Maia: Ég hef aldrei verið betri

Demian Maia: Ég hef aldrei verið betri

Demian MaiaDemian Maia sigraði Gunnar Nelson með miklum yfirburðum á UFC 194 fyrr í kvöld. Eftir bardagann kvaðst hann vilja titilbardaga.

Þetta var fjórði sigur Maia í röð og var þetta frábær frammistaða af hans hálfu.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Ég gerði nokkur mistök en yfir það heila held ég að skorin hjá dómurunum hafi sýnt yfirburði mína. Við vissum að Gunnar yrði mjög, mjög erfiður þar sem hann óskaði eftir að berjast við mig. Í hvert sinn sem einhver vill berjast við þig heldur hann yfirleitt að hann hafi forskot á þig. Jiu-jitsuið mitt er mjög gott og ég nýt þess að sýna hvað þjálfararnir mínir og liðið mitt getur. Ég kem ferskur úr þessum bardaga. Vonandi nutu aðdáendur bardagans og ég hlakka til að berjast aftur fyrir þá bráðum.“

Á blaðamannafundinum hafði hann meira að segja. „Liðið mitt er lykillinn að árangri. Síðan Eduardo [umboðsmaður hans og þjálfari] tók yfir ferilinn minn og ég fór niður í veltivigt hefur hann lagt áherslu á að gera allt kerfisbundið og nákvæmt. Ég hef aldrei verið betri og ég vil titilinn. Ég held ég geti unnið alla.“

„Gunnar er frábær bardagamaður. Hann vildi þennan bardaga en mig langaði að berjast við andstæðing sem gæti komið mér í titilbardaga. Alltaf þegar ég vinn er það með sannfærandi hætti. Ég vil fá titilbardaga, ég hef aldrei verið betri bardagamaður, aldrei verið betri íþróttamaður og ég veit ég á möguleika á titlinum.“

„Gunnar vildi glíma en ég hélt hann myndi ekki vilja það. Ég hélt hann myndi vilja halda bardaganum standandi þar sem hann hélt hann væri betri þar. Mitt markmið var að taka hann niður en hann varðist vel, náði að sweepa mér tvisvar. Það var erfitt að undirbúa mig fyrir Gunnar þar sem hann er með svo óhefðbundinn stíl. Ég fékk samt nokkra Shotokan-karate menn til að æfa með mér.“

„Venjulega þegar ég næ mönnum niður er það auðvelt en gegn Gunnari var þetta erfitt. Ég reyndi að klára bardagann og gerði mitt besta en það var erfitt,“ sagði Maia að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular