Hvíta húsið mun endurskoða mál Nick Diaz eftir að mál hans fékk yfir 100.000 undirskriftir á vef Hvíta hússins. Diaz fékk fimm ára bann eftir að hann féll á lyfjaprófi í þriðja sinn.
Í Bandaríkjunum getur hver sem er lagt inn formlega beiðni til Hvíta hússins um að ákveðin mál verði tekin fyrir. Ef beiðnin fær yfir 100.000 undirskriftir er málið tekið fyrir og sú var raunin hjá Nick Diaz.
Beiðnin hljómar svo: „Nick Diaz fékk ósanngjarnt keppnisbann frá Íþróttasambandi Nevada fylkis. Bann þeirra var byggt á persónulegri skoðun nefndarmanna á Nick Diaz og marijúana reykingum hans í læknisfræðilegum tilgangi. Þetta kemur í veg fyrir að Hr. Diaz geti stundað vinnu sína.“
Það stefndi allt í að Diaz myndi vanta 15.000 undirskriftir áður en tímaramminn rynni út í gær. Undirskriftunum flæddi þó inn í gær og verður áhugavert að sjá hvað gerist í framhaldinu.
Nick Diaz fékk fimm ára bann í september eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í þriðja sinn í Nevada fylki. Diaz féll á einu lyfjaprófi en stóðst tvö önnur sama kvöld. Það þykir gefa tilefni til að endurskoða bannið.
Sjá einnig: Diaz stóðst tvö próf en féll á einu á sama kvöldi