spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 175 og TUF Finale

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 175 og TUF Finale

Weidman MachidaÞað var nóg um að vera í MMA um helgina en tveir UFC viðburðir fóru fram. UFC 175 fór fram á laugardaginn og á sunnudaginn fór TUF 19 Finale fram.

Chris Weidman sýndi að hann sé verðugur meistari með sigri á Lyoto Machida í frábærum titilbardaga. Weidman sigraði fyrstu þrjár loturnar örugglega en í fjórðu lotu gaf Machida í og virtist vanka Weidman. Það má segja að Chris Weidman sé “mini Cain Velasquez”, báðir eru frábærir glímumenn, með hefðbundið en gott sparkbox og fáa veikleika. Helsti munurinn er kannski sá að Velasquez virðist hafa endalaust þol á meðan Weidman var orðinn þreyttur í 4. lotu. Það er nóg eftir af verðugum keppinautum fyrir Weidman en Jacare, Luke Rockhold, Vitor Belfort, Gegard Mousasi og Tim Kennedy gætu allir hlotið titilbardaga á næstu árum. Millivigtin er orðin þrælspennandi eftir brotthvarf Anderson Silva.

Ronda Rousey gjörsigraði Alexis Davis á aðeins 16 sekúndum. Nánast enginn taldi Davis eiga möguleika á sigri í þessum bardaga en fáir bjuggust við að Rousey myndi sigra svo fljótt. Þetta er næst styðsti titilbardagi í sögu UFC og er bardaginn í heild í hreyfimynd hér að neðan, svo stuttur var hann. Rousey virðist vera nokkrum skrefum á undan öllum öðrum í þyngdarflokkinum og er enn óljóst hver verður næsta fórnarlamb hennar, ef svo má að orði komast. Það segir margt um styrkleika þyngdarflokksins að Ronda Rousey hefur nú sigrað 5 af topp 10 andstæðingunum í flokkinum. Hugsanlega er Cyborg Santos/Justine sú eina sem gæti veitt Rousey einhverja keppni en eins og áður er hún í öðrum þyngdarflokki í öðrum bardagasamtökum.

Rousey Davis

BJ Penn lagði hanskana á hilluna í gær, aftur. Þetta er í þriðja sinn sem Penn leggur hanskana á hilluna en í þetta sinn munu þeir sennilega haldast þar. Hann hefur ekki unnið bardaga síðan 2010 og líklega hefði hann átt að geyma hanskana á hillunni eftir Nick Diaz bardagann. Hann verður þó alltaf goðsögn í MMA og mun sennilega fara í frægðarhöll UFC innan tíðar. Frankie Edgar sýndi aftur á móti frábæra frammistöðu eins og við var að búast og er fjaðurvigtin smekkfull af frábærum bardagamönnum.

Stefan Struve átti að berjast á laugardaginn gegn Matt Mitrione en þetta hefði verið fyrsti bardagi hans í 16 mánuði þar sem hann hefur verið að glíma við hjartagalla. Því miður fyrir hann þá leið yfir hann baksviðs þegar hann var að hita upp og var með hraðann hjartslátt. Læknar gátu því ekki leyft honum að keppa en Dana White taldi að um kvíðakast hafi verið að ræða. Bæði Matt Mitrione og Stefan Struve fengu borgað þrátt fyrir að berjast ekki. Það á þó eftir að koma í ljós síðar hvort að Stefan Struve snúi aftur í búrið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular