spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir bardaga Gunnars gegn Maia

Mánudagshugleiðingar eftir bardaga Gunnars gegn Maia

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Vanalega snúast Mánudagshugleiðingarnar um einn UFC-viðburð. Í þetta sinn verða þær í tveimur pörtum og mun annar hlutinn snúast um viðburðinn í heild sinni en sá fyrri um okkar mann.

Gunnar Nelson tapaði fyrir Demian Maia eftir dómaraákvörðun. Hvað er hægt að segja eftir svona bardaga? Bardaginn var einhliða nánast frá fyrstu mínútu og hafa dómaraskorin sjaldan verið jafn einhliða (30-25) í UFC.

Ég hef ekki lagt í það að horfa á bardagann aftur og mun sennilega ekki gera það á næstu mánuðum. Það var afskaplega erfitt að horfa upp á okkar mann vera fastan undir Demian Maia. Ég fullyrði það að sumt af því sem Gunnar var að gera til að sleppa undan Maia hefði virkað á 99% af bardagamönnunum í UFC. Bara ekki gegn Maia.

Ég vil samt trúa því að á öðrum degi hefði þetta getað farið mun betur fyrir Gunnar. Ég veit að Maia er ógeðslega góður í gólfinu en ég trúi ekki að það sé svona mikill munur á þeim. Gunnar átti held ég slæman dag og getur dagsformið skipt máli í þessu eins og í öllu öðru. Kannski er Maia bara mikið betri en Gunnar en ég held ekki.

Gunnar óskaði eftir bardaga gegn einum þeim besta í þyngdarflokknum og fékk að finna hvernig það er að vera fastur undir einum besta gólfglímumanni heims í 15 mínútur. Það er ómetanleg reynsla sem Gunnar mun læra af.

Fyrir bardagann taldi ég að Gunnar ætti góða möguleika gegn Maia í gólfinu. Maia er frábær í gólfinu en ég hélt að Gunnar gæti haft betur í MMA glímu. Það er óhætt að segja að maður hafi haft rangt fyrir sér þar. Mér fannst líka eins og Maia hafi sjálfur bætt sig í MMA glímu. Hann veitti fleiri högg í gólfinu en hann hefur áður gert.

Kannski var Maia of stór biti fyrir Gunnar á þessu stigi ferilsins en eins og við sáum eftir Rick Story tapið hefur hann áður komið tvíefldur til leiks eftir tap. Gunnar glímdi við þann besta og mun læra gríðarlega af því. Ég eiginlega vorkenni þeim sem þarf að mæta Gunnari næst, hvenær sem það verður.

Eftir svona er ekkert annað að gera en að halda haus og halda áfram á þessu ferðalagi sem Gunnar er á. Ég trúi því að þetta sé einungis hraðahindrun á vegi Gunnars í íþróttinni.

Skulum ljúka þessum erfiðu Mánudagshugleiðingum á tilvitnun í Winston Churchill.

„Our greatest glory is not in never falling, but in rising every time we fall.“

Gunnar Nelson Demian Maia
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Gunni er góður drengur enn við meigum ekki vera að búast við of mikklu af þessum dreng, UFC er náttúrulega stútfullt af gríðarlega góðum bardagamönnum. Gunni gæti orðið heimsmeistari einn daginn, en það er samt svolitið langt í land í dag. Gaurarnir sem eru í topp 3 í 170lb eru á allt öðru leveli en Gunni er í dag.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular