spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 198

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 198

stipe miocic champUFC 198 fór fram á laugardaginn þar sem nýr þungavigtarmeistari var krýndur. Við förum um víðan völl í Mánudagshugleiðingunum í dag enda af nógu að taka.

Stipe Miocic rotaði Fabricio Werdum í 1. lotu og er þar með nýr þungavigtarmeistari UFC. Margir spyrja sig eflaust hvað í ósköpunum Fabricio Werdum var að gera þegar hann hljóp að Miocic með hendurnar niðri. Werdum sagðist hafa verið kærulaus í bardaganum en ef við skoðum fyrri bardaga hans hefur hann aldrei verið neinn varnarsnillingur.

Werdum hefur verið árásargjarn síðan hann stórbætti sparkboxið sitt en á laugardaginn kostaði árásargirnin hans titilinn. Kannski var hann of sjálfsöruggur eftir góða sigra undanfarin ár og gleymdi að hugsa um vörnina. Rafael Cordeiro og bardagamennirnir hans í Kings MMA og áður Chute Boxe í Brasilíu hafa aldrei verið þekktir fyrir mikla varnartilburði. Sókn er besta vörnin hefur eiginlega verið mottóið þeirra en á laugardaginn klikkaði það hjá Werdum.

Werdum tókst því ekki að verja þungavigtarbeltið sitt og heldur beltið áfram að fara manna á milli. Enginn hefur varið þungavigtarbeltið oftar en tvisvar í röð og spurning hversu lengi Miocic á eftir að halda beltinu. Vonandi mun hann mæta Alistair Overeem von bráðar í stað þess að þurfa að mæta Werdum aftur.

 

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Vitor Belfort tapaði fyrir Ronaldo ‘Jacare’ Souza. Belfort tókst að standa upp í 1. lotu eftir að hafa lent í slæmri stöðu en skömmu seinna var hann aftur kominn á bakið. Í þetta sinn var það ekki eftir fellu frá Jacare heldur lagðist Belfort bara á bakið (e. guard pull). Hvers vegna hann gerði það er hulin ráðgáta en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir þetta. Við sáum hann ítrekað gera þetta gegn Alistair Overeem og Jon Jones með litlum árangri („armbar“ tilraunin í 1. lotu í bardaga þeirra var eftir fellu frá Jones).

Annað hvort er Belfort með of mikla trú á „guardinu“ sínu eða þetta er eitthvað sem hann gerir þegar hann gefst upp og veit ekki hvernig hann eigi að vinna. Þetta hlítur að vera eitthvað andlegt þrot hjá Belfort þegar hann leggst svona á bakið. Það borgaði sig auðvitað ekki gegn Jacare enda er hann einn besti gólfglímumaður heims. Jacare átti ekki í miklum vandræðum með að skríða í „mount“ á Belfort þar sem hann kláraði bardagann.

Cris ‘Cyborg’ Justino gerði það sem allir bjuggust við af henni og kláraði hún Leslie Smith snemma í 1. lotu. Dómarinn stöðvaði bardagann hins vegar á skrítnum tíma og var Smith brjáluð yfir ákvörðun dómarans. Dómarinn hefði þess vegna getað stoppað bardagann fyrr en þessi tímapunktur var ekki góður. Það hefði samt örugglega ekki breytt miklu enda var Cyborg með yfirburði allan bardagann. Ef dómarinn hefði ekki stoppað þetta þarna hefði Cyborg bara haldið áfram að kýla hana. Yfirburðirnir voru slíkir að þó stoppið hafi verið skrítið þá hefði niðurstaða bardagans verið sú sama.

Bryan Barbarena minnti rækilega á sig með sigri á Warlley Alves. Hann hefur sigrað sterka andstæðinga í UFC og voru andstæðingar hans í UFC með bardagaskorið 33-1 áður en þeir mættu honum. Barbarena hefur nú sigrað tvo stóra bardaga í röð, Sage Northcutt og Alves, og er ljóst að hann yrði erfiður bardagi fyrir hvern sem er í veltivigt UFC. Hann er grjótharður, sækir í sig veðrið þegar líður á bardagann og þarf mikið til að stoppa hann. Hann verður kannski aldrei meistari en hver einasti bardagamaður á eftir að eiga í erfiðleikum með hann í UFC.

Demian Maia sýndi enn og aftur yfirburði sína og er tölfræði hans í síðustu þremur bardögum ótrúleg. Margir vilja sjá hann fá titilbardaga í stað Tyron Woodley en Maia hefur unnið alla sína fjóra bardaga síðan Woodley barðist síðast. Maia hefur eiginlega ýmislegt til síns máls.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram sunnudaginn 29. maí þegar þeir Thomas Almeida og Cody Garbrandt mætast í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular