spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Boetsch vs. Henderson

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Boetsch vs. Henderson

ben rothwell
Ben Rothwell í kostulegu viðtali.

Bardagakvöldið um helgina leit ekkert frábærlega vel út á blaði en reyndist vera stórkostleg skemmtun. Aðeins tveir af 12 bardögum kvöldsins enduðu með dómaraákvörðun og mátti sjá mögnuð tilþrif.

Í aðalbardaga kvöldsins sigraði Dan Henderson Tim Boetsch með rothöggi eftir aðeins 28 sekúndur. Bæði Boetsch og Henderson hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið en sennilega þurfti Dan Henderson meira á þessum sigri að halda. Hinn 44 ára Henderson er ekkert á þeim buxunum að hætta.

Hann er því miður langt frá því að vera sami bardagamaður og fékk titilbardaga gegn Jon Jones árið 2012. Ekkert varð þó úr þeim baradaga þar sem Henderson meiddist skömmu fyrir bardagann eins og frægt er orðið. Hann virðist einfaldlega vera búinn eins og er og á ekkert erindi við þá bestu í heimi lengur.

Maðurinn er búinn að berjast 44 bardaga og ætlar að halda áfram. Hann er orðinn þreyttur á að aðrir segi honum að hætta í íþróttinni og telur að hann eigi enn nokkur góð ár eftir. UFC getur ekki neytt neinn til að hætta og ef hann yrði rekinn úr UFC myndi Henderson eflaust halda áfram í Bellator t.d. Núna væri fullkominn tími fyrir Henderson að hætta eftir langan feril en því miður er Henderson ekki sammála.

Ben Rothwell stal sviðsljósinu þegar hann sigraði Matt Mitrione með hengingu í fyrstu lotu eftir klaufalegu fellu frá Mitrione. Viðtalið eftir bardagann var sprenghlægilegt og vandræðalegt.

Hláturinn í lokin var aðeins of mikið fyrir suma. Það er einhvern veginn allt óþægilegt og vandræðalegt við Ben Rothwell. Inngangan í búrið var vandræðalega löng en Rothwell var klæddur skikkju líkt og Sith Lord. Inngöngulagið var einnig hræðilega vandræðalegt og svo er hann með þennan vandræðalega stíl í búrinu sem margir eiga erfitt með að eiga við. Hann er eins og sjónvarpsþátturinn The Office. Þátturinn leggur upp með að láta áhorfendum líða óþægilega og það sama gerir Ben Rothwell.

En, það mikilvægasta við þetta er þó að þetta hefur vakið athygli og það er það sem Rothwell ætlaði að gera.  Verkefnið tókst.

Eins og áður segir var bardagakvöldið frábært frá upphafi til enda. Eitt ótrúlegasta atvik kvöldsins var rothögg Shawn Jordan. Jordan, sem er tæp 120 kg, rotaði Derrick Lewis með hróksparki (e. hook kick) í 2 lotu. Það er afar sjaldséð að sjá svo stóra menn beta tækni eins og króksparki og enn sjaldséðara að sjá það heppnast. Ótrúlegt atvik!

shawn jordan

Annars var mikið um áhugaverð atvik um helgina. Brian Ebersole ákvað að leggja hanskana á hilluna eftir tap gegn Omari Akhmedov í hans 70. bardaga. Anthony Birchak rotaði Joe Soto óvænt en Soto barðist um bantamvigtartitilinn í fyrra gegn TJ Dillashaw (eftir að Renan Barao dró sig úr bardaganum með sólarhrings fyrirvara). Besti bardagi kvöldsins var svo magnaður bardagi Brian Ortega og Thiago Tavares. Í raun hefðu margir getað fengið frammistöðubónus fyrir tilþrif sín en Jordan og Dustin Poirier fengu 50.000 dollara hvor.

 

UFC veislan heldur áfram næstu helgi þegar UFC 188 fer fram í Mexíkó. Þar ber helst að nefna að þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez mun loksins snúa aftur eftir mikil meiðsli.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular