spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMataræðið síðustu dagana fyrir bardagann

Mataræðið síðustu dagana fyrir bardagann

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson. Bjarki Þór í glímu.

10 dagar eru þangað til þrír meðlimir Keppnisliðs Mjölnis keppa áhugamannabardaga í MMA í Wales. Bardagamennirnir þrír, þeir Bjarki Þór Pálsson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, eru allir á ströngu mataræði þessa dagana og fengum við aðeins að glugga í matardagbók þeirra.

Bardagarnir fara fram í Shinobi bardagasamtökunum þann 20. september í Wales. Upphaflega átti Bjarni Kristjánsson að berjast það kvöld en þurfti að draga sig frá keppni vegna meiðsla. Í hans stað kemur Diego Björn Valencia.

Bjarki Þór Pálsson mætir Anthony O’Connor um léttvigtartitil Shinobi og þarf að vera 70 kg í vigtuninni daginn fyrir bardagann. „Ég byrjaði að borða mjög hollt fyrir mánuði síðan, sem sagt ekkert gos eða nammi, en svo á föstudaginn tók ég út öll kolvetni fyrir utan grænmeti. Ég var 82,5 kg þegar ég byrjaði að létta mig en er núna í kringum 78 kg. Þessi vika er í raun leiðinlegasta vikan fyrir bardagamann sem er að kötta þar sem þú ert ekki að borða nein kolvetni en ennþá að æfa á fullu,“ segir Bjarki en hann hefur tvisvar áður skorið svona niður og segir að þetta skáni með hverju skiptinu.

„Þetta getur tekið á tilfinningalega séð en mér líður ótrúlega vel núna. Ég er ekkert að missa mig í skapinu eða gleyminn eða neitt svoleiðis þannig að ég myndi segja að þetta sé besta köttið hingað til. Næsta sunnudag byrja ég að drekka mikið af vatni og tek út grænmeti og verð því bara á próteini og fitu. Þá ætti að skolast mikið af vökva úr og svo er restin tekin með heitu baði, sem hljómar mun betur en það er (hlær).“

Þó þetta hljómi erfiðlega hefur Bjarki bara gaman af þessu. „Þetta er aðeins meira kött en seinast þar sem ég hafði bætt á mig vöðvamassa frá síðustu keppni. Síðast þegar ég byrjaði að kötta var ég ekki nema 79 kg. Ég var í vikunni í nuddi hjá Einari Carl en hann sagði að skrokkurinn á mér hafi aldrei verið betri, engar bólgur eða stífleiki.“

Birgir Örn Tómasson
Birgir Örn Tómasson

Birgir Örn Tómasson (1-0) keppir sinn annan MMA bardaga nú í september. Birgir mætir heimamanninum Bobby Pallett (4-0). „Ég fæ mér hafragraut í morgunmat, 200 gr. af fiski eða kjúklingabringu í hádegismat og kvöldmat ásamt 60 gr. af sætum kartöflum og auðvitað smá grænmeti með. Ég er mjög strangur í mataræðinu núna og vigta allt sem ég borða en á milli mála fæ ég mér kannski banana eða gulrætur.“

„Ég var 80,5 kg þegar ég byrjaði að skera niður og tveimur vikum seinna var ég strax kominn í 75,5 kg. Ég þarf svo að vigta mig inn í kringum 70 kg daginn fyrir keppni,“ segir Birgir en hann sigraði sinn fyrsta bardaga með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Diego Björn Valencia (2-1 í áhugamanna MMA og 1-0 í atvinnumanna MMA) kemur í bardagann með stuttum fyrirvara og mætir Amadeusz Arczewski (2-1). „Bardaginn minn er í 86 kg catchweight, ég var tæp 93 kg þegar eg fæ bardagann með tveggja vikna fyrirvara. Fyrsta vikan er bara hreinsun á mataræði, minnka kolvetni og borða minna. Seinni vikan þá er watercut, drekk sex til sjö lítra af vatni á dag, minnka það niður í þrjá lítra daginn fyrir vigtun og svo ekkert vatn daginn sem vigtunin er. Þetta ætti að duga en síðasta úrræðið er svo saltbað rétt fyrir vigtun. Alltaf æðislegt að cutta.“

Við þökkum þremenningunum fyrir að leyfa okkur að skyggnast inn í mataræðið þeirra síðustu dagana fyrir keppni. Hópurinn heldur svo út á fimmtudaginn í næstu viku.

diego
Mynd: Brynjar Hafsteins. Diego Björn Valencia á Mjölnir Open 9.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular