spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMatt Brown mætir Tim Means á UFC 189

Matt Brown mætir Tim Means á UFC 189

tim means matt brownUFC var að staðfesta annan frábæran bardaga á UFC 189. Upphaflega átti Matt Brown að mæta Nate Diaz á UFC 189 en af einhverjum ástæðum var sá bardagi sleginn út af borðinu. Í stað Diaz mun Matt Brown mæta Tim Means.

Matt Brown fær að berjast á UFC 189 eftir allt saman. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir þeirri tilhugsun að sjá þá Matt Brown og Nate Diaz eigast við en verða að láta sér Tim Means nægja. Þó Means sé ekki eins þekkt nafn og Diaz má engu að síður búast við svipuðum bardaga.

Tim Means hefur verið á miklu skriði undanfarið og klárað báða bardaga sína á þessu ári. Í febrúar kláraði hann Dhiego Lima með tæknilegu rothöggi og um nýliðna helgi kláraði hann George Sullivan með hengingu. Báðir bardagarnir hafa verið mjög góð skemmtun og má segja að stíll Means sé ekki ólíkur stíl Brown. Báðir eru þeir stórhættulegir í „clinchinu“ og ef þeir mættu ráða færi bardaginn fram í símaklefa. Það stefnir því allt í skemmtilega rimmu milli þeirra þar sem hart mætir hörðu.

UFC 189 fer fram þann 11. júlí þar sem Jose Aldo ver fjaðurvigtarbelti sitt gegn Conor McGregor. Okkar maður, Gunnar Nelson, berst gegn John Hathaway á sama kvöldi og þá er einnig titilbardagi í veltivigt milli Robbie Lawler og Rory MacDonald.

Tim Means Stops Dhiego Lima UFC 184
Tim Means klárar Dhiego Lima.

means

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular