0

Max Holloway á batavegi en enn í rannsóknum

Max Holloway virðist vera á batavegi eftir að hann þurfti að hætta við bardaga sinn gegn Brian Ortega fyrr í mánuðinum. Holloway er enn í rannsóknum og óvíst er hvenær hann getur barist aftur.

Max Holloway þurfti óvænt að draga sig úr bardaga sínum gegn Brian Ortega á UFC 226 í júlí. Í fyrstu var talið að Holloway hefði fengið heilahristing en hann sýndi einkenni heilahristings nokkrum dögum fyrir UFC 226.

Það var í það minnsta eitthvað ekki í lagi hjá Holloway en ekki er vitað hvað sé nákvæmlega að hjá Holloway. Hann flaug á dögunum frá Havaí til meginlandsins í frekari rannsóknir en í færslu á Twitter segist hann vera á batavegi.

Holloway hefur ekki gefið það út hvað sé að hjá honum en ýmsar getgátur hafa verið á kreiki á undanförnu. Talað hefur verið um að Holloway hafi verið rotaður á æfingu í aðdraganda bardagans og þar af leiðandi fengið heilahristing. Aðrir segja að ástand hans sé vegna niðurskurðarins en Holloway þarf að skera mikið niður til að komast í fjaðurvigt.

Holloway hefur ekki átt gott ár en hann þurfti að hætta við bardaga sinn gegn Frankie Edgar í mars vegna meiðsla. Hann kom svo inn í bardaga gegn Khabib Nurmagomedov í léttvigt með sex daga fyrirvara en náði ekki að skera niður og var bannað að keppa.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.