spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMiðasala á bardaga Gunnars hefst á morgun

Miðasala á bardaga Gunnars hefst á morgun

ufc rotterdamMiðasala á UFC bardagakvöldið í Rotterdam hefst í vikunni. Á bardagakvöldinu mun okkar maður, Gunnar Nelson, mæta Rússanum Albert Tumenov.

Almenn miðasala hefst á fimmtudagsmorguninn kl 9 og kosta miðarnir frá 7.000 kr til 26.000 kr.

Meðlimir í Fight Club aðdáendaklúbbi UFC geta þó keypt miða í sérstakri forsölu á morgun (þriðjudag). Áhugasamir geta skráð sig í klúbbinn hér en til að geta komist í slíka forsölu þarf að greiða árgjald sem kostar um 9.000 kr.

Á miðvikudaginn er hins vegar forsala fyrir áskrifendur af fréttabréfi UFC. Það kostar ekkert að vera áskrifandi af fréttabréfinu og geta áhugasamir skráð sig á heimasíðu UFC. Báðar forsölurnar hefjast kl 9.

Það má reikna með að áhuginn á viðburðinum sé mikill og þá sérstaklega í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem UFC heimsækir Holland. Þegar UFC heimsótti Svíþjóð í fyrsta sinn seldust miðarnir upp á aðeins 30 mínútum. Íslendingar sem ætla að fara á bardagann ættu því að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst.

Miðasala fer fram hér en bardagakvöldið lítur svona út eins og er.

Þungavigt: Alistair Overeem gegn Andrei Arlovski
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Albert Tumenov
Þungavigt: Stefan Struve gegn Antonio ‘Bigfoot’ Silva
Veltivigt: Dominic Waters gegn Peter Sobotta
Léttvigt: Chris Wade gegn Rashid Magomedov
Léttvigt: Reza Madadi gegn Yan Cabral
Millivigt: Garreth McLellan gegn Magnus Cedenblad
Léttvigt: Nick Hein gegn Jon Tuck

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular