spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMjölnir Open 11 úrslit

Mjölnir Open 11 úrslit

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson. Frá vinstri: Halldór, Þráinn og Jóhann.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson. Frá vinstri: Halldór, Þráinn og Jóhann.

Mjölnir Open fór fram í dag í ellefta sinn. Keppt var í uppgjafarglímu án galla (nogi) og fór mótið afar vel fram.

Opni flokkurinn var sérstaklega skemmtilegur þar sem nánast allar glímurnar kláruðust með uppgjafartaki. Þráinn Kolbeinsson sigraði flokkinn en þetta var í fjórða sinn í röð sem hann tekur opna flokkinn á Mjölni Open. Engum öðrum hefur tekist það en fyrra metið átti Gunnar Nelson sem tók opna flokkinn þrjú ár í röð.

Þeir Þráinn og Halldór áttu frábæra glímu í úrslitum opna flokksins en þeir mættust einnig í úrslitum opna flokksins á mótinu í fyrra.

Jóhann Ingi Bjarnason fékk verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins en hann sigraði Friðjón Inga með glæsilegum „flying armbar“.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði opinn flokk kvenna en hún var jafnframt léttasti keppandinn í kvennaflokkinum. Þetta er í fyrsta sem Sunna Rannveig vinnur opna flokkinn á Mjölni Open.

Það var mikil stemning á mótinu í dag enda fóru margar frábærar glímur fram. Hér má sjá öll úrslit dagsins.

-66 kg flokkur karla

1. Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
2. Adrian Krasniqi
3. Bjartur Guðlaugsson (Mjölnir)

-77 kg flokkur karla

1. Aron Daði Bjarnason (Mjölnir)
2. Jósep Valur Guðlaugsson (Mjölnir)
3. Hákon Magnússon (Mjölnir)

-88 kg flokkur karla

1. Jóhann Ingi Bjarnason (Fenrir)
2. Sigurvin Eðvarðsson (Mjölnir)
3. Sigurður Baldur Kolbrúnarson (Mjölnir)

-99 kg flokkur karla

1. Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)
2. Bjarki Pétursson (Mjölnir)
3. Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)

+99 kg flokkur karla

1. Halldór Logi Valsson (Fenrir)
2. Friðjón Ingi Sigurjónsson (Mjölnir)
3. Jóhann Kristinsson (Mjölnir)

-70 kg flokkur kvenna

1. Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)
2. Sunna Jóhannsdóttir (Mjölnir)
3. Díana Rut Kristinsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

1. Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)
2. Halldór Logi Valsson (Fenrir)
3. Jóhann Ingi Bjarnason (Fenrir)

Opinn flokkur kvenna

1. Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)
2. Sunna Jóhannsdóttir (Mjölnir)
3. Lára Sif Davíðsdóttir (Mjölnir)

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson. Frá vinstri: Sunna, Sunna Rannveig og Lára.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson. Frá vinstri: Sunna, Sunna Rannveig og Lára.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular