Mjölnir Open verður haldið í 14. sinn nú á laugardaginn. Mótið er eitt stærsta glímumót ársins og nokkurs konar óopinbert Íslandsmeistaramót í nogi uppgjafarglímu.
Keppt er í brasilísku jiu-jitsu án galla og fer mótið fram í Mjölni. Mótið hefst kl. 11 og kostar 500 kr. inn fyrir áhorfendur.
Keppt er í átta þyngdarflokkum og opnum flokki karla og kvenna. Enn er hægt að skrá sig til leiks á mótið en skráning fer fram í gegnum Smoothcomp.
Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum karla:
Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla
Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum kvenna:
Opinn flokkur kvenna
+70 kg kvenna
– 70 kg kvenna
– 60 kg kvenna