spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMjölnir Open 14 úrslit

Mjölnir Open 14 úrslit

Frá vinstri: Halldór Logi, Kristján og Bjarki Þór.

Mjölnir Open 14 fór fram í dag en mótið er eitt stærsta glímumót ársins. Kristján Helgi Hafliðason og Inga Birna Ársælsdóttir voru sigurvegarar dagsins en þau tóku opnu flokkana.

60 keppendur voru skráðir til leiks frá átta félögum á mótinu í dag. Margar frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu og er getustigið alltaf að verða hærra og hærra hér á landi.

Kristján Helgi Hafliðason vann opinn flokk karla eftir skemmtilega glímu við Halldór Loga Valsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján vinnur opna flokkinn á mótinu. Kristján var maður mótsins en hann vann einnig -88 kg flokkinn og fékk þar að auki verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins.

Frá vinstri: Margrét Ýr, Inga Birna og Gunnhildur.

Ingibjörg Birna Ársælsdóttir tók síðan opinn flokk kvenna en hún tók einnig -60 kg flokk kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem Ingibjörg vinnur opna flokkinn á Mjölnir Open en á síðustu 12 mánuðum hefur hún unnið opna flokkinn á öllum stóru jiu-jitsu mótunum á Íslandi (Íslandsmeistaramótið og Grettismótið og svo núna Mjölnir Open). Frábær árangur hjá Ingibjörgu!

Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan.

-60 kg flokkur kvenna:

1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Álfrún Cortez Ólafsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Aniko Volentics (Mjölnir)

-70 kg flokkur kvenna

1. sæti: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Guðrún Lilja Gunnarsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Ásta Bolladóttir (Mjölnir)

+70 kg flokkur kvenna

1. sæti: Arna Diljá S. Guðmundsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Ásta Sveindsóttir (Mjölnir)
3. sæti: Katrín Ragnarsdóttir (Mjölnir)

-66 kg flokkur karla

1. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
2. sæti: Viktor Gunnarsson (Mjölnir)
3. sæti: Daniel Alot (Mjölnir)

-77 kg flokkur karla

1. sæti: Valentin Fels Camilleri (Mjölnir)
2. sæti: Vilhjálmur Arnarsson (Akureyri Jiu-Jitsu)
3. sæti: Valdimar Torfason (Mjölnir)

-88 kg flokkur karla

1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Þór Pálsson (Reykjavík MMA)
3. sæti: Sigurgeir Heiðarsson (Mjölnir)

-99 kg flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
2. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)
3. sæti: Bjarni Kristjánsson (Mjölnir)

+99 kg flokkur karla

1. sæti: Birgir Rúnar Halldórsson (Mjölnir)
2. sæti: Eggert Djaffer Si Said (Mjölnir)
3. sæti: Pétur Óskarsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Gunnhildur Þorkelsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
3. sæti: Bjarki Þór Pálsson (Reykjavík MMA)

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular