spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMjölnir Open 15 úrslit

Mjölnir Open 15 úrslit

Mjölnir Open 15 var á dagskrá í dag og var metskráning á mótið. 95 keppendur voru skráðir til leiks en hér má sjá úrslit dagsins.

Þetta er fjölmennasta Mjölnir Open mót frá upphafi en mótið hefur verið haldið árlega frá 2006 (fyrir utan 2020 þegar Covid kom í veg fyrir allt mótahald). Keppt var í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka.

Þau Anna Soffía Víkingsdóttir og Eiður Sigurðsson sigruðu opnu flokkana. Anna Soffía sigraði einnig +70 kg flokk kvenna og varð hún því tvöfaldur meistari eftir daginn. Anna Soffía vann opna flokkinn síðast árið 2015 en hún hefur nú þrívegis unnið opna flokkinn á Mjölnir Open.

Eiður Sigurðsson vann opinn flokk karla eftir jafna glímu við Halldór Loga. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur opinn flokk karla á mótinu en hann hafnaði í 2. sæti í sínum flokki í dag eftir tap gegn fyrrnefndum Halldóri Loga í úrslitum.

Hér að neðan má sjá úrslitin í öllum flokkum dagsins.

-60 kg flokkur kvenna

1. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
2. sæti: Auður Olga Skúladóttir (Mjölnir)
3. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)

-70 kg flokkur kvenna

1. sæti: Elísabet Sunna Gunnarsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Angie Pétursdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Hera Margrét Bjarnadóttir (Mjölnir)

+70 kg flokkur kvenna

1. sæti: Anna Soffía Víkingsdóttir (Atlantic AK)
2. sæti: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (Sleipnir)
3. sæti: Rut Pétursdóttir (Atlantic AK)

-66 kg flokkur karla

1. sæti: Mikael Leó Aclipen (Mjölnir)
2. sæti: Viktor Gunnarsson (Mjölnir)
3. sæti: Sigursteinn Óli Ingólfsson (Mjölnir)

-77 kg flokkur karla

1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
2. sæti: Magnús Ingvarsson (RVK MMA)
3. sæti: Abdul Habib Kohi (RVK MMA)

-88 kg flokkur karla

1. sæti: Valentin Fels (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Þór Pálsson (RVK MMA)
3. sæti: Sigurpáll Albertsson (VBC)

-99 kg flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
2. sæti: Eiður Sigurðsson (VBC)
3. sæti: Julius Bernsdorf (Mjölnir)

+99 kg flokkur karla

1. sæti: Pétur Jóhannes Óskarsson (Mjölnir)
2. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)
3. sæti: Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Anna Soffía Víkingsdóttir (Atlantic AK)
2. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Eiður Sigurðsson (VBC)
2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
3. sæti: Sigurpáll Albertsson (VBC)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular