Eitt stærsta uppgjafarglímumót ársins, Mjölnir Open, fer fram um helgina. Þetta er í 13. sinn sem mótið er haldið en mótið er nokkurs konar óopinbert Íslandsmeistaramót í nogi glímu.
Keppt er í brasilísku jiu-jitsu án galla (nogi) og er keppt í átta þyngdarflokkum auk opinna flokka í báðum kynjum. Mótið hefst kl. 11 á laugardaginn í húsnæði Mjölnis í Öskjuhlíðinni og kostar 500 kr. inn.
Enn er hægt að skrá sig á mótið en skráning fer fram í gegnum Smoothcomp og er keppnisgjald 4000 kr.
Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum karla:
Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla
Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum kvenna:
Opinn flokkur kvenna
+70 kg kvenna
– 70 kg kvenna
– 60 kg kvenna
Á sunnudeginum fer svo fram Mjölnir Open ungmenna þar sem keppt er í aldursflokkum ungmenna fæddra 2001-2002, 2003-2004, 2005-2006, 2007-2008, 2009-2010 og 2011-2013.