spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMMA Fréttir eins árs í dag

MMA Fréttir eins árs í dag

Happy-B-DAY-Fedor-copy-300x281Í dag, þriðjudaginn 7. október, er MMA Fréttir eins árs! Vefurinn var opnaður þann 7. október 2013 og hefur vaxið og dafnað síðan. Af því tilefni ætlum við að koma með nokkra punkta um vefinn fyrir áhugasama.

  • Á þessu ári höfum við fengið 284.600 flettingar á greinarnar okkar
  • Metfjöldi flettinga á einum degi eru 7.527. Það átti sér stað síðastliðinn laugardag
  • Þrjár vinsælustu greinarnar á þessu ári eru
    1. Sam Elsdon: Að berjast við Gunnar breytti lífi mínu
    2. Gunnar Nelson kominn í topp 15 í UFC
    3. Auður Ómarsdóttir: Gunni vinnur alltaf alla í öllu
  • Við fáum mikið af flettingum eftir að fólk leitar að Mma fréttir, Gunnar Nelson og Alessio Sakara á Google. Við vitum ekki af hverju svo margir leita að Sakara og koma á okkar síðu
  • Við erum með 2.786 Like á Facebook síðu okkar
  • Við höfum birt 687 greinar eftir átta penna
  • Á Youtube rás okkar höfum við birt 43 myndbönd, allt myndbönd sem við höfum klippt sjálfir
  • MMA Fréttir hefur farið á þrjá UFC viðburði (allt bardagar með Gunnari Nelson)
  • Við erum í samstarfi við Vísi og sér ritstjóri vefsins um að lýsa UFC bardögum á Stöð 2 Sport.

Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir lesninguna, vonandi haldiði áfram að lesa vefinn! Takk fyrir árið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular