Robbie Lawler og Rory MacDonald háðu frábæran bardaga í gær á UFC 189. Þetta var fyrsta titilvörn Robbie Lawler og var einn besti bardagi ársins.
Hvorugur mætti á blaðamannafundinn í gær en báðir fóru beint upp á spítala eftir bardagann þar sem hlúð var að meiðslum þeirra. Samkvæmt Dana White nefbrotnaði MacDonald í fyrstu lotu og átti erfitt með að sjá vegna bólgu snemma í bardaganum. Lawler sigraði með tæknilegu rothöggi í 5. lotu í rosalegum bardaga.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023