Dómarinn ‘Big’ John McCarthy hefur marga fjöruna sopið og er einn reyndasti dómarinn í MMA. Hann kann margar góðar sögur og hefur séð ýmislegt.
John McCarthy var gestur í hlaðvarpi MMA Junkie þar sem hann rifjaði upp nokkrar skemmtileg atvik á meðan hann hefur verið dómari.
Hann hefur verið dómarinn í nokkrum bardögum hjá Diaz bræðrunum. Diaz bræðurnir eru þekktir fyrir að tala við andstæðinga sína í bardaganum og segir McCarthy að það sé ekkert að því svo lengi sem það tengist ekki kynþætti andstæðingsins.
Þá er Conor McGregor líka þekktur fyrir að tala við andstæðinginn í búrinu og segir McCarthy að það sé yfirleitt til að gera lítið úr höggum andstæðinganna.
Hér fer McCarthy svo yfir bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald á UFC 189.