Thursday, April 25, 2024
HomeErlentMyndband: Colby Covington er mættur til Las Vegas - truflaði Dana White...

Myndband: Colby Covington er mættur til Las Vegas – truflaði Dana White í póker

Colby Covington ætlar ekki að láta nafn sitt gleymast og er mættur til Las Vegas með smá læti. Barist verður um veltivigtartitilinn en Covington vill meina að hann hafi átt að fá titilbardaga í stað Kamaru Usman.

Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætir Kamaru Usman á laugardaginn á UFC 235 í Las Vegas. Fyrrum bráðabirgðarmeistarinn Colby Covington lét sjá sig á opnu æfingunni í gær með gjallarhorn þar sem hann áreitti Usman á meðan hann æfði.

Covington vill meina að hann hafi átt að fá titilbardagann í stað Usman. Dana White, forseti UFC, lét hafa eftir sér að Usman hafi fengið titilbardaga en ekki Covington þar sem Usman var tilbúinn að berjast við Covington um bráðabirgðarbelti í janúar á meðan Covington vildi einungis mæta Woodley.

Covington segir að hann hafi ekki enn fengið að ræða við Dana síðan Usman fékk titilbardagann. Covington fór því að leita að honum í Las Vegas í gær og fann hann á pókerborði. Dana var síður en svo sáttur með Covington og sagði honum að hætta að taka upp.

Covington hefur ekki keppt síðan hann vann Rafael dos Anjos á UFC 225 í júní. Þar varð hann bráðabirgðarmeistari en var sviptur titlinum þegar hann gat ekki mætt Tyron Woodley á UFC 228 í september.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular