Eins og við greindum frá í morgun brutust út slagsmál á World Series of Fighting viðburðinum í gærkvöldi milli Diaz bræðranna og Khabib Nurmagomedov. Kapparnir héldu látunum áfram eftir viðburðinn.
Upphaf atviksins má rekja til þess er Nate Diaz og Khabib Nurmagomedov slógust í áhorfendasalnum í höllinni. Nick Diaz, eldri bróðir Nate, kastaði þá bjór í Nurmagomedov.
Nú hafa fleiri myndbönd birst á netinu þar sem slagsmálin héldu áfram eftir að viðburðinum lauk. Þessi hegðun Nurmagomedov og Diaz bræðranna er til skammar og fá kapparnir líklegast sekt (eða verra) frá UFC. Diaz bræðurnir hafa nú verið settir í bann frá viðburðum WSOF eftir lætin.
Hér má sjá fleiri myndbönd af látunum.
Atvikið í höllinni:
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023