Monday, May 27, 2024
HomeErlentMyndband: Nick Diaz kastaði bjór í Khabib Nurmagomedov á WSOF og slagsmál...

Myndband: Nick Diaz kastaði bjór í Khabib Nurmagomedov á WSOF og slagsmál brutust út

Það var helling um að vera á WSOF í gærkvöldi. Ekki nóg með að Rousimar Palhares hafi sigraði Jake Shields með umdeildum hætti þá kastaði Nick Diaz bjór í Rússann Khabib Nurmagomedov eftir slagsmál Nate Diaz.

World Series of Fighting hélt sinn 22. viðburð í gær þar sem þeir Jake Shields og Rousimar Palhares mættust um veltivigtartitilinn.

Svo virðist sem Nate Diaz og Khabib Nurmagomedov hafi lent í áflogum í gær á viðburðinum. Shaheen Al-Shatti hjá MMAfighting.com var viðstaddur og greindi frá atvikinu á Twitter

Skömmu síðar virðist sem eldri bróðir Nate, Nick Diaz, hafi kastað bjór í Khabib Nurmagomedov. Khabib var á staðnum til að horfa á yngri bróðir sinn, Abubakar Nurmagomedov, sigra Jorge Moreno eftir dómaraákvörðun. Diaz bræðurnir voru þarna til að fylgjast með æfingafélaga sínum Jake Shields. Nate Diaz og Khabib Nurmagomedov hafa skotið fast á hvorn annan á Twitter að undanförnu.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular