Monday, May 27, 2024
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 190

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 190

UFC 190 er að baki og Ronda Rousey er endanlega búin að breytast í Mike Tyson. Síðustu þrír bardagar hennar hafa endst 64 sekúndur sem er alveg fáranlegt. Förum yfir helstu hugleiðingar eftir bardaga helgarinnar.

Getum við hætt þessu og fengið Rondu Rousey til að berjst við Cyborg?

Bardagi Rondu Rousey og Cyborg Santos gæti verið annar stærsti bardaginn í MMA á eftir Conor McGregor gegn José Aldo. Rousey er nú búin að sigra allar þær sem einhverju máli skiptir og allt stefnir í þriðja bardaga hennar og Mieshu Tate. Bardaginn Við Cyborg Justino (áður Santos) er hins vegar sá eini sem aðdáendur þrá að sjá. UFC verður hreinlega að finna leið til að koma þessu í kring hvort sem það verður 140 punda hentivigt eða aðrir möguleikar.Það er nokkrar hindranir á veginum en nú er tíminn til láta drauminn rætast.

Cyborg er fjaðurvigtarmeistari Invicta. Hún hefur daðrað við þá hugmynd að lækka sig niður í 135 pundin en einnig sagt það vera of mikill niðurskurður fyrir hana.

Við verðum að fá Demian Maia gegn Gunnari Nelson!

Margir búast við að næsti bardagi Gunnars Nelson verði gegn Stephen ‘Wonderboy’ Thompson og það væri frábært. Bardagi við Demaian Maia væri hins vegar ótrúlega áhugaverð keppni á milli tveggja bestu Jiu-Jitsu bardagamanna í veltivigtinni. Maia sigraði Neil Magny um helgina eftir mikla yfirburði.

Maia beitir svipuðum aðferðum og Gunnar í gólfinu, hann flæðir vel ofan á, kemst í „mount“ og nær oftar en ekki bakinu þar sem sótt er í „rear-naked choke“ með „body triangle“. Á einhverjum tímapunkti verða þessir tveir að mætast í átthyrningnum, því fyrr því betra. Hver veit, kannski er rétti tíminn núna fyrir þennan bardaga hvort sem það verði í Dublin eða ekki.

Ættu Nogueira bræður að leggja hanskana á hilluna?

Þetta er spurning sem er vert að velta fyrir sér. Báðir börðust núna um helgina og töpuðu á stigum. Báðir fengu á sig þung högg og lifðu af og hvorugur leit sérstaklega illa út. Þrátt fyrir háan aldur og mikið slit eru báðir mjög seigir og harðir af sér. Báðir geta ennþá slegist en eiga ekki séns í þá þá allra bestu. Aðeins þeir allra höggþyngstu virðast geta rotað þá svo spurningin er, hvenær er nóg komið? Dana White gaf það út að hann vilji ekki sjá Big Nog berjast aftur og mun hann líklegast fá starf innan UFC svipað og Chuck Liddell og Forrest Griffin hafa fengið.

Það er eitthvað að Rousimar Palhares

Í WSOF sigraði Rousimar Palhares Jake Shields með „kimura“. Enn og aftur hélt hann takinu óþarflega lengi og komst nálægt því að skaða andstæðing sinn án ástæðu. Áður í bardaganum hafði hann potað í augu Shields og nú er svo komið að hann gæti misst titilinn vegna þessa brota að sögn varaforseta WSOF, Ali Abdel-Aziz. Rousimar Palhares virðist þurfa á andlegri aðstoð að halda og vonandi fær hann hana. Aðrir segja að hann sé svo illa gefinn að hann viti hreinlega ekki betur. Ef svo er á hann ekki að berjast í MMA.

palh

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular