Dana White, forseti UFC, var í ítarlegu viðtali hjá Graham Bensinger á dögunum. Í viðtalinu fer White um víðan völl og kemur m.a. að launum bardagamanna, hvað fari mest í taugarnar á honum, æsku hans og fleira.
Að margra mati eru laun bardagamanna í UFC ekki góð. Dana White segir þó að þeir bestu í UFC séu á sama stalli og þeir bestu í öðrum íþróttum.
Dana White kann ekki að meta óheiðarleika.
Frægt er þegar Dana White flúði Whitey Bulger og mafíuna í Boston.
Dana White talar ekki oft um æskuna sína en hér segir hann frá pabba sínum sem var alkahólisti.
Dana White fer yfir upphafsár UFC áður en þeir keyptu það.
Donald Trump gaf UFC tækifæri þegar fáir aðrir voru tilbúnir til þess.