0

Myndband: Tuivasa fagnaði sigri með því að drekka bjór úr skó áhorfenda

Tai Tuivasa sigraði Cyril Asker á UFC 221 í gær. Tuivasa virtist vera strax tilbúinn í partý eftir bardagann og hreinlega gat ekki beðið eftir fyrsta bjórnum eftir sigurinn.

Tuivasa fór létt með Cyril Asker í gær fyrir framan landa sína í Ástralíu í nótt. Það tók hann rúmar tvær mínútur að klára bardagann og fékk hann góðan stuðning frá áhorfendum.

Á leið sinni úr búrinu og aftur í búningsklefann stoppaði hann hjá áhorfendum. Þar hellti hann í sig einum bjór en í stað þess að drekka hann úr glasinu drakk hann bjórinn úr skó áhorfenda. Það er sumar í Ástralíu og því líklegt að skórinn hafi verið vel sveittur.

Tuivasa lét hafa eftir sér fyrir bardagann að hann ætlaði ekki að eyða of miklum tíma í búrinu enda vildi hann drífa sig á barinn. Tuivasa stóð við það og þurfti ekki einu sinni að fara á barinn til að fá fyrsta drykkinn eftir bardagann.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply