Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 221

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 221

UFC 221 fór fram á laugardaginn í Ástralíu. Það voru ekki stærstu nöfnin í bardagaheiminum að berjast en  við fengum þó skemmtilega bardaga.

Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Yoel Romero rota Luke Rockhold í 3. lotu. Hann gat þó ekki fengið bráðabirgðartitilinn þar sem hann klikkaði á vigtinni á föstudeginum en það er örugglega öllum sama um þennan pappírstitil. Það sem mestu skiptir er að hann fái að mæta meistaranum Whittaker þegar meistarinn nær heilsu. Dana White staðfesti það við fjölmiðla um helgina að Romero væri næstur fyrir Whittaker.

Enn á ný sýnir Romero hversu ótrúlega óútreiknanlegur hann er. Hann var ekki búinn að gera mikið í bardaganum fram að rothögginu líkt og svo oft áður. Hann var að gera alls konar hluti eins og að kýla í lærið, skaut aldrei í fellu og svo bara allt í einu var hann búinn að rota Rockhold. Sjöunda rothöggið hans á ferlinum í 3. lotu.

Embed from Getty Images

Þetta var fjórða tap Luke Rockhold í MMA en öll töpin eru eftir rothögg. Hann virðist eiga erfitt með að fela hökuna sína og er opinn fyrir höggum. Í byrjun 2. lotu tók Romero góða sprengju og þjarmaði að Rockhold. Það var það fyrsta markverða sem Romero gerði í bardaganum og brást Rockhold ekki vel við. Hann bakkaði í þráðbeinni línu upp við búrið og með bakið upp við búrið tók hann nokkrum þungum höggum. Ekki merkilegir varnartilburðir hjá Rockhold.

Það var svo í 3. lotu sem Romero kýldi Rockhold niður með yfirhandar vinstri. Höggið frá Romero fór yfir hægri krók Rockhold en hægri krókurinn hans (check hook) hefur verið eitt af hans bestu vopnum úr örvhentri stöðu.

Um leið og Romero var búinn að taka smá sigurdans fór hann að tala við Rockhold og smellti einum kossi á hann. Rockhold, enn ringlaður eftir rothöggið, nennti ekkert að hlusta á Romero. Það hefur örugglega verið ömurlegt fyrir greyið Rockhold.

Embed from Getty Images

Curtis Blaydes sýndi flotta takta gegn Mark Hunt í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum og frábært að fá einn 26 ára í toppbaráttuna í þungavigtinni. Það er enn langur vegur framundan fyrir hann áður en hann fer að skora á Stipe Miocic en hann virðist svo sannarlega vera á réttri leið.

Fyrir utan tapið hjá Mark Hunt áttu heimamenn ansi gott kvöld. Tai Tuivasa rotaði Cyril Asker (sem átti aldrei séns), Jake Matthews tók Li Jingliang og Tyson Pedro kláraði Safarov í 1. lotu. Tuivasa og Pedro sýndu báðir að þeir eru hrikalega skemmtilegir karakterar og efnilegir bardagamenn. Tuivasa er sennilega aldrei að fara að verða einhver heimsmeistari (enda virðist hann ekki taka þessu neitt sérstaklega alvarlega) en gæti mjög fljótt orðið afar vinsæll bardagamaður.

Li Jingliang sýndi að enn og aftur borgar sig að svindla í búrinu. Menn geta nánast gert hvað sem er án þess að fá nokkra refsingu. Það hefði alveg verið hægt að dæma Lingjiang úr leik þar sem hann tróð tveimur puttum í auga Matthews á meðan hann varðist hengingu. Það gæti verið að þetta hafi hugsanlega verið óviljaverk hjá Lingjiang en hann átti samt að fá einhverja refsingu fyrir þetta.

Að lokum má nefna að Israel Adesanya var geggjaður í frumraun sinni í UFC. Hann rotaði Rob Wilkinson í 2. lotu og sýndi ágætis felluvörn. Þetta er nafn sem verður gaman að fylgjast með í náinni framtíð.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram á sunnudaginn þegar Yancy Medeiros mætir Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular