Thursday, April 18, 2024
HomeErlentUmboðsmaður Khabib hraunar yfir SBG og John Kavanagh - segist hafa komið...

Umboðsmaður Khabib hraunar yfir SBG og John Kavanagh – segist hafa komið Gunnari í UFC

Umboðsmaðurinn Ali Abdel-Aziz hraunaði hraunaði yfir Conor McGregor, John Kavanagh og allt SBG Dublin liðið í nýlegu viðtali. Þá segist hann einnig hafa komið Gunnari Nelson í UFC.

Ali Abdel-Aziz er einn umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA heiminum í dag og er með stóra kúnna eins og Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar, Cody Garbrandt, Fabricio Werdum og fleiri. Þá er hann sagður vera með tengsl við einræðisherrann Ramsan Kadyrov.

Ali lét ýmislegt flakka í The MMA Hour á dögunum þar sem hann hraunaði yfir léttvigtarmeistarann Conor McGregor. Þeir Khabib og Tony Ferguson mætast um léttvigtarbeltið í apríl en ekki er búið að svipta Conor titlinum enn.

Ali gagnrýndi einnig SBG Dublin liðið og sagði að ferill allra sem æfa þar endi í vaskinum. Þá þolir hann ekki John Kavanagh og segir að hann tali alltof mikið.

Það var einnig athyglisvert þegar hann minntist á Gunnar Nelson. Ali er svart belti undir Renzo Gracie eins og Gunnar en Ali er með góð tengsl við Renzo.

„Gunnar Nelson, ég skal segja þér sögu af Gunnari Nelson. Gunnar Nelson er Renzo Gracie svart belti. Ég kom Gunnari í UFC. Ég gerði það. Ekki f**king Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars í Bandaríkjunum], ekki pabbi hans, heldur ég. Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie, UFC vildi hann ekki,“ sagði Ali í þættinum.

„Gunnar Nelson var að rústa gaurum þegar hann var að æfa á Írlandi og í New York hjá Renzo Gracie. Gunnar er sennilega einn af þeim hættulegustu í veltivigtinni. Hann er að f**king tapa núna! Veistu hvers vegna? Af því hann vinnur með ömurlegu liði! Það er bara staðreynd.“

Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en Ali byrjar að tala um Gunnar eftir 19:52.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular