spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Vigtunin fyrir UFC 205 fór friðsamlega fram - Ronda Rousey mætti...

Myndband: Vigtunin fyrir UFC 205 fór friðsamlega fram – Ronda Rousey mætti óvænt

Sjónvarpsvigtunin fyrir UFC 205 var að ljúka rétt í þessu. Allt fór friðsamlega fram og því ekkert nema stórslys sem getur komið í veg fyrir bardagana á morgun.

Alvöru vigtunin fór fram fyrr í dag þar sem Thiago Alves náði ekki vigt og Kelvin Gastelum reyndi einu sinni ekki.

Sjónvarpsvigtunin fór svo fram í Madison Square Garden í kvöld fyrir framan þúsundir áhorfenda. Gríðarleg stemning var í vigtuninni og var gaman að sjá bardagamennina vigta sig inn.

Eftir vigtunina frumsýndi UFC nýtt kynningarmyndband fyrir UFC 207 sem fer fram í lok desember. Þar mætast Ronda Rousey og Amanda Nunes í aðalbardaganum og mættu þær Ronda og Nunes á sviðinu augliti til auglits. Joe Rogan ætlaði greinilega að taka viðtal við þær báðar en Ronda gekk bara af sviðinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular