Bellator 145 fór fram í gær og var bardagakvöldið afar góð skemmtun. Tveir titilbardagar fóru fram en hér má sjá helstu úrslit kvöldsins.
Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Patricio ‘Pitbull’ Freire og Daniel Straus um fjaðurvigtarbelti Bellator. Freire hafði titil að verja en þetta var í þriðja sinn sem þeir mættust. Freire hafði unnið fyrstu tvo bardagana en í gær tókst Straus loksins að vinna. Bardaginn var frábær og sigraði Straus eftir dómaraákvörðun.
Léttvigtarmeistarinn Will Brooks varði beltið sitt í gær gegn David ‘The Caveman’ Rickels. Brooks sigraði eftir dómaraákvörðun og stjórnaði bardaganum að mestu leiti. Brooks var vonsvikinn með frammistöðu sína en sagðist hafa lent í hnémeiðslum í bardaganum og því tekið öruggu leiðina. Rickels má þó eiga það að innganga hans í búrið er alltaf áhugaverð.
My apologizes to the fans… I really wanted to show you all my development on the feet but had to be smart after my knee popped
— Will Brooks (@illwillbrooks86) November 7, 2015