Þeir Alistair Overeem og Andrei Arlovski mætast í aðalbardaga UFC bardagakvöldsins á sunnudaginn. Hér má sjá báða bardagamenn í essinu sínu.
UFC gefur alltaf út góða bardaga með stjörnum komandi bardagakvölda á Youtube rás sinni. Að þessu sinni hafa bardagasamtökin gefið okkur bardaga með Alistair Overeem og Andrei Arlovski.
Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov í þriðja síðasta bardaga sunnudagsins.
Fyrsti bardagi Alistair Overeem í UFC var gegn ofurstjörnunni Brock Lesnar í desember 2011. Overeem kom inn í UFC með miklar væntingar á bakinu og olli ekki vonbrigðum í frumraun sinni.
https://www.youtube.com/watch?v=Lbpwc3lP3WI
Hinn 37 ára Arlovski hefur verið lengi að. Í nóvember 2002 mætti hann Ian Freeman á UFC 40. Arlovski varð síðar þungavigtarmeistari UFC en tapaði titlinum fyrir áratug síðan.
https://www.youtube.com/watch?v=T0cxUzEWZ9g