spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNiðurskurðurinn hjá Khabib gengur vel

Niðurskurðurinn hjá Khabib gengur vel

UFC 242 fer fram á laugardaginn í Abu Dhabi. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier.

Faðir Khabib Nurmagomedov lét hafa eftir sér í viðtali á miðvikudaginn að Khabib væri sem stendur 76 kg. Hann stefnir því á að skera niður 5,5 kg (12,5 pund) á 48 tímum og mun gera það á fjórum æfingum.

Þessi niðurskurður verður að teljast nokkuð skynsamlegur miðað við hvað tíðkast, en sem dæmi skar veltivigameistarinn Kamaru Usman eitt sinn niður um tæp sex kíló á þremur tímum þegar hann var varamaður fyrir bardaga Darren Till og Tyron Woodley.

Það er allt að smella fyrir titilbardagann og báðir menn virðast í toppstandi. Útsending frá viðburðinum er á góðum tíma og hefst aðalhuti bardagakvöldsins kl. 18.00 á íslenskum tíma og verður í þráðbeinni á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular