spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 235

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 235

Í kvöld fer fram UFC 235 í Las Vegas. Þar mætast í aðalbardaga kvöldsins þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitilinn. Þar að auki mætast Tyron Woodley og Kamaru Usman í veltivigtartitilbardaga en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Jon Jones er að berjast

Eftir ansi mörg mögur ár af því að fá að sjá Jon Jones í búrinu þá erum við að fá að sjá hann berjast í annað skiptið á stuttum tíma. Það gengur brandari í MMA heiminum þessa dagana að þegar Jon Jones sé búinn að berjast tvisvar sinnum frá því þú gerðir það síðast þá sé orðið ansi langt síðan.

En að máli málanna. Eins og staðan er í dag þá eru það orðin forréttindi að fá að fylgjast með Jones berjast. Léttþungavigtin er orðin ansi þunnskipuð og fáir sem gætu ógnað Jones að einhverju viti þó ný andlit séu að læðast upp styrkleikalistann. Það kæmi mjög á óvart ef Anthony Smith næði að standa Í Jones en þetta er MMA svo allt getur gerst.

Tyron Woodley er að verja beltið sitt

Woodley er sá meistari í UFC sem hefur haldið beltinu sínu lengst eða í tæp þrjú ár. Hann er að verja beltið í fimmta sinn og því er ekki hægt að segja að hann sé ekki virkur meistari. Hann leit hrikalega vel út í sínum síðasta bardaga gegn Darren Till og þar sáum við glitta í gamla góða drápseðlið sem Tyron er með eftir ansi slappa bardaga gegn Stephen Thompson. Hér mætir hann hinum óþreytandi Kamaru Usman sem á titilbardagann vel skilið og nær vonandi að eiga góða frammistöðu á laugardaginn.

Ben Askren er mættur

Ben Askren er mættur í UFC. Þeir sem hafa fylgst lengi með MMA vita hver Ben Askren er en hljóta að hafa fundist það ólíklegt að maðurinn myndi nokkurn tímann berjast í UFC á meðan Dana White réði þar enn. Hann er ósigraður á ferlinum og á meistaratitla að baki í bæði Bellator og ONE. Hann er hrikalega skemmtilegur á Twitter þar sem hann leikur á alls oddi og er óskandi að hann leiki sama leik gegn Robbie Lawler á laugardagskvöldið. Lawler er sjálfur að snúa aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla og hefur sagt að sér líði vel fyrir bardagann og við megum eiga von á því að sjá gamla góða Robbie Lawler sem finnst gaman að rota fólk.

Aðrir áhugaverðir bardagar

Cody Garbrandt snýr aftur eftir bardagana gegn TJ Dillashaw á móti Pedro Munhoz og verður að eiga góða frammistöðu til að halda sinni stöðu við toppinn í bantamvigtinni en það verður hægara sagt gert gegn eins öflugum andstæðingi eins og Munhoz.

Einnig er Jeremy Stephens að berjast gegn Zabit Magomedsharipov. Zabit hefur litið vægast sagt VEL út í bardögum sínum í UFC en hérna fær hann sennilega sitt stærsta próf hingað til í Jeremy Stephens. Sigri hann er hann kominn í ákjósanlega stöðu í efri hluta fjaðurvigtarinnar. Diego Sanchez er ennþá að og mætir hér CM Punk-bananum Mickey Gall.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular