spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 173

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 173

UFC_173_posterAnnað kvöld fer fram UFC 173 í MGM Grand Garden Arena, Las Vegas. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að missa af þessari bardagaveislu. UFC 173 verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.

Renan Barao gæti tapað í fyrsta sinn síðan 2005

Titilbardagi Renan Barao og T.J. Dillashaw um titilinn er aðalbardagi kvöldsins. T.J. Dillashaw hefur litið mjög vel út í síðustu bardögum sínum, nú síðast gegn Mike Easton þar sem hann sigraði sannfærandi. Dillashaw er mögulega sá bardagakappi sem hefur bætt sig mest undanfarin misseri í bantamvigtinni undir leiðsögn Duane Ludwig. Team Alpha Male og Ludwig tóku þennan einhæfa glímukappa og gerðu hann að aðhliða góðum MMA keppanda. Dillashaw á einnig harma að hefna en lærimeistari hans hjá Team Alpha Male, Urijah Faber, hefur tvisvar tapað fyrir Renan Barao.

Barao er þó ekki meistarinn af ástæðulausu og er ósigraður síðan 2005 – sem er í raun ótrúlegt. Barao er af mörgum talinn einn allra besti MMA keppandinn í dag og forseti UFC, Dana White, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Barao vera nr. 2 yfir bestu keppendur heims, á eftir José Aldo. Það eru alltaf forréttindi að fá að fylgjast með eins flinkum bardagaköppum og Barao og því ættu MMA aðdáendur ekki að láta þennan bardaga framhjá sér fara. Báðir eru þeir með 95% felluvörn í UFC og því má leiða líkur að því að þessi bardagi muni ráðast standandi. Fáir telja líklegt að Dillashaw muni sigra þennan bardaga en allt getur gerst og sigur hans á meistaranum yrðu með óvæntari úrslitum ársins.

Tveir fyrrverandi Ólympíuglímumenn mætast…og lumbra á hvor öðrum

Cormier og Henderson mætast í bardaga sem ákvarðar hvor fær tækifæri til að berjast um titilinn, gegn annað hvort Jon Jones eða Alexander Gustafsson. Cormier og Henderson kepptu báðir í Ólympískri glímu fyrir hönd Bandaríkjanna og bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Það var því lítið um skítkast í aðdraganda bardagans en hins vegar munu þeir ekki gera hvor öðrum neinn greiða í búrinu á laugardagskvöld.

Fyrir Henderson fer það að verða síðasti séns að gera atlögu að titlinum. Hann er orðinn 43 ára gamall með 41 atvinnubardaga á bakinu og má telja líklegt að það styttist í að hann leggji hanskana á hilluna. Cormier er yngri, sneggri og líklega betri íþróttamaður en Henderson á alltaf möguleika með hægri hendinni. Cormier hefur líklegast yfirburði í gólfglímunni en hann er með 100% felluvörn í UFC á meðan Henderson er með aðeins 60%.

Margir telja að Cormier sé maðurinn til að stöðva sigurgöngu Jon Jones í léttþungavigtinni. Fyrst þarf hann þó að komast í gegnum Henderson.

Lawler og Ellenberger eru með samanlagt 36 rothögg.

Margir MMA nirðir telja þetta vera mest spennandi bardaga kvöldsins. Á meðan flestir búast við sigri frá Barao og Cormier í tveim aðalbardögum kvöldsins er þessi bardagi mun jafnari. Lawler og Ellenberger hafa samanlagt sigrað 36 bardaga með rothöggi eða tæknilegu rothöggi og það er nánast öruggt að þessi bardagi verður spennandi.

Það er stutt síðan Lawler barðist síðast en hann keppti við núverandi meistara Johny Hendricks á UFC 171 þann 15. mars. Spurningin er hvort þetta muni vinna með Lawler, þar sem hann er væntanlega enn í góðu formi, eða hvort það sé of stutt síðan og hann hafi ekki náð að jafna sig nægilega vel á svo skömmum tíma. Ellenberger þykir örlítið ólíklegri til að sigra, samkvæmt veðbönkum vestanhafs, en hefur sýnt það og sannað að hann getur sigrað þá allra bestu. Hann hefur til að mynda rotað Mike Pyle, Jake Shields og Nate Marquardt.

Nokkrir efnilegir kappar berjast fyrr um kvöldið

Chris Holdsworth er keppandi sem menn binda nokkrar vonir við en hann mætir Chico Camus sem hluti af upphitunarbardögum kvöldsins. Holdsworth sigraði síðustu seríu af The Ultimate Fighter, er ósigraður með 5-0 bardagaskor og æfir með hjá Team Alpha Male. Hann hefur stundað bardagaíþróttir frá barnsaldri og var einn yngsti svartbeltingur Bandaríkjanna í BJJ á sínum tíma, aðeins 21 árs. Hann hefur sigrað alla fimm bardaga sína með hengingu. Andstæðingur hans, Chico Camus, æfir í hinu fræga Roufusports í Milwaukee ásamt Anthony Pettis og Ben Askren. Að öllum líkindum kemur Holdsworth til með að sigra þennan bardaga.

Michael Chiesa er annar maður sem fólk ætti að fylgjast með en hann sigraði fyrstu The Ultimate Fighter Live seríuna og hefur sigrað 10 bardaga og aðeins tapað einum. Hann er í léttvigtinni, sem er einn erfiðasti þyngdarflokkurinn í UFC, en hefur sýnt góða takta og gæti náð langt.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular