spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC 184

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 184

ufc-184-ronda-rousey-vs-cat-zingano

Á laugardagskvöldið fer fram UFC 184 í Los Angeles. Upphaflega áttu að vera tveir titilbardagar þetta kvöld en bardaga Chris Weidman og Vitor Belfort var frestað svo konurnar fá að njóta athyglinnar nánast óskipt.

Það eru þrír bardagar sem bera af en inn á milli má finna skemmtilega bardaga eins og Tony Ferguson gegn Gleison Tibau og Mark Muñoz gegn Roan Carneiro. Það eru hins vegar fyrst og fremst fjórar ástæður til að horfa á þetta kvöld:

  • Tækifæri til að sjá Rondu Rousey: Þegar Ronda Rousey berst er andstæðingurinn nánast aukaatriði. Þrátt fyrir að hafa ekki enn barist við Cyborg Santos er hún óumdeilanlega besta bardagakonan í MMA. Að horfa á hana berjast er ekki ósvipað og sjá Mike Tyson berjast í gamla daga. Bardaginn getur verið búinn á augabragði – ekki blikka.
  • Cat Zingano er alvöru andstæðingur fyrir Rondu Rousey: Cat Zingano er ekki mjög þekkt en hún er hættulegur andstæðingur fyrir meistarann. Hún er líkamlega sterkari en flestar konur og berst af mikilli hörku. Bardagi hennar við Mieshu Tate er gott dæmi en hún kláraði bardagann í þriðju lotu með höggum og nokkrum vel staðsettum hnjáspörkum. Fáir gefa Cat Zingano möguleika í þessum bardaga en hún gæti komið á óvart.
  • Holly_Holm_vs._Allanna_Jones_2Fyrsti UFC bardagi Holly Holm: Holly Holm er einn heitasti nýliðinn í UFC. Hún er hnefaleikakona (38-2) og sparkboxari (3-1) með hreina ferilskrá í MMA (7-0). Hún er með mikla bardagareynslu en enginn veit hversu langt hún getur farið í UFC. Sennilega mun bardagi helgarinnar gegn Raquel Pennington ekki svara þeirri spurningu en hann mun að minnsta kosti gefa vísbendingu.
  • Reynsluboltar mætast: Jake Ellenberger og Josh Koscheck eru af gamla skólanum. Það þarf varla að kynna þessa kappa en báðir þurfa nauðsynlega á sigri að halda en báðir hafa tapað þremur bardögum í röð.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst að miðnætti á Fight Pass.

ufc_113_daley_koscheck_takedown

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular