spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 188

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 188

ufc152-event-poster_0_0

UFC 188 fer fram í Mexíkóborg í nótt. UFC meistarinn í þungavigt, Cain Velasquez, snýr aftur eftir langa fjarveru gegn Fabricio Werdum en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að láta bardagana framhjá þér fara.

Kvöldið ber titilinn „There can only be one“ eins og búast megi við síðhærðum hálendingum með sverð. Það verða tvö belti í búrinu þegar kemur að aðalbardaga kvöldsins og verður spennandi að sjá hvor hausinn fái að fjúka.

  •  Óumdeildur meistari í þungavigt: Cain Velasquez er ekki beint umdeildur en hann hefur ekki barist síðan í október árið 2013. Í millitíðinni nældi Fabricio Werdum sér í bráðabirgðatitil (e. interim title) og lítur á sig sem meistara. Málið verður útkljáð í búrinu í einvígi að heiðursmanna sið.
  • Draumabardagi í léttvigt: Fyrir ekki svo löngu síðan voru Eddie Alvarez og Gilbert Melendez viðurkenndir sem bestu bardagakappar í léttvigt sem ekki voru í UFC. Báðir voru meistarar í sínum samböndum, þ.e. Bellator og Strikeforce, og gátu því ekki barist. Nú loks verður draumurinn að veruleika.
Eddie Alvarez
  • Hvað gerir Kelvin Gastelum í millivigt? Eftir að hafa ítrekað ekki náð að létta sig niður í veltivigt var Kelvin Gastelum þvingaður upp í millivigt. Fyrsta verkefnið er reynsluboltinn Nate Marquardt sem er alltaf hættulegur. Gastelum hefur verið á mikilli siglingu í veltivigt en spurningin er hvernig mun honum ganga á móti stærri andstæðingum?
  • Stórstjarna í uppsiglingu? Hinn ungi og efnilegi Henry Cejudo hefur vakið mikla athygli undanfarið. Hann er Ameríkani en á ættir að rekja til Mexíkó líkt og Cain Velasquez. Cejudo gæti barist mjög fljótlega um titil en þarf fyrst að vinna sig upp. Núna um helgina mætir hann hinum grjótharða Chico Camus sem ætti að veita honum harða keppni.
  • Cathal Pendred mætir rotara: Íslandsvinurinn Cathal Pendred hefur sigrað sína fyrstu þrjá bardaga í UFC en hefur þó verið harðlega gagnrýndur og þarf enn og aftur að sanna sig. Hann er settur hér mjög neðarlega á bardagakvöldið og lendir á móti mjög hættulegum en lítið þekktum andstæðingi. Andstæðingurinn hans, Augusto Montaño, hefur klárað síðustu sex bardaga sína í fyrstu lotu. Nú þarf Cathal Pendred að minna rækilega á sig.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 á Fight Pass en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular