spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 197

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 197

ufc 197UFC 197 fer fram í kvöld. Tveir af bestu bardagamönnum heims í dag berjast í kvöld og stefnir allt í frábært bardagakvöld.

  • Endurkoma Jon Jones! Stærsta ástæðan til að horfa á í kvöld er endurkoma Jon Jones. Hann er einn hæfileikaríkasti bardagamaður í sögu MMA og snýr aftur eftir langa fjarveru. Drengurinn er búinn að vera í bullinu síðasta árið en virðist nú hafa snúið við blaðinu. Verður hann ryðgaður í kvöld? Verður þetta besta útgáfan af Jones? Hvernig lítur stærri og sterkari Jones út í búrinu? Þetta munum við allt sjá í kvöld!
  • Gerir Cejudo það sama og Dillashaw og Holly Holm? Henry Cejudo mætir einum besta bardagamanni heims, Demetrious Johnson, í kvöld um fluguvigtartitilinn. Að margra mati er Cejudo ekki tilbúinn í Johnson þrátt fyrir að vera frábær bardagamaður. Það sama var hins vegar sagt um T.J. Dillashaw og Holly Holm þegar þau mættu ríkjandi meisturum og tókst þeim að vinna titilinn. Tekst Cejudo að gera það sama og vinna meistarann Johnson?
  • Spark veisla! Bardagi Anthony Pettis og Edson Barboza verður eflaust mikið fjör enda tveir stórskemmtilegir bardagamenn að kljást. Báðir eru þeir þekktir fyrir frábær spörk þó bakgrunnur þeirra sé ólíkur. Bakgrunnur Pettis kemur meira úr taekwondo á meðan bakgrunnur Barboza er úr Muay Thai. Það er afskaplega ólíklegt að þetta verði leiðinlegur bardagi þegar svona kappar berjast:
edson-barboza1
Barboza.
anthony-pettis-kick-o
Pettis.
  • Flugeldar í fjaðurvigtinni: Þeir Yair Rodriguez og Andre Fili mætast í kvöld í bardaga sem gæti hæglega verið besti bardagi kvöldsins. Báðir taka þeir miklar áhættur en þeir mætast í fyrsta bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins. Báðir bardagamenn geta boðið upp á flugeldasýningu og vonandi fáum við eina slíka í kvöld.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular