spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX 16

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX 16

UFC-On-FOX-Main-Card-FightAnnað kvöld fer UFC on Fox 16 bardagakvöldið fram en í aðalbardaganum mætast þeir TJ Dillashaw og Renan Barao. Á morgun er nóg af skemmtilegum bardögum en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á bardagana.

  • Nær Barao hefndum? TJ Dillashaw kom öllum að óvörum og gjörsigraði Renan Barao í maí í fyrra. Dillashaw kýldi Barao niður í fyrstu lotu og heldur Barao því fram að hann hafi aldrei jafnað sig á því höggi í bardaganum. Barao mun reyna eftir fremsta megni að endurheimta beltið sitt og telur sig enn vera besta bantamvigtarkappa veraldar. Hvort það sé satt eður ei kemur í ljós á morgun.
  • Næsti andstæðingur Rondu Rousey? Miesha Tate og Jessica Eye mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins en sigurvegarinn fær titilbardaga í bantamvigtinni. Tate og Eye eru alltaf í skemmtilegum bardögum og má búast við harðri baráttu á morgun. Nær Tate að tryggja sér þriðja bardagann gegn Rousey eða mun Jessica Eye fá tækifærið?
  • Miklar líkur á rothöggi: Bardagi Paul Felder og Edson Barboza gæti hæglega leitt af sér rothögg. 70% af sigrum Felder hafa komið eftir rothögg á meðan Barboza hefur sigrað 60% bardaga sinna með rothöggi. Það má því búast við skemmtilegri viðureign á morgun en Felder er á hraðri uppleið. Báðir hafa þeir sigrað bardaga eftir snúandi hælspark og sigraði Felder sinn síðasta bardaga svona:

paul-felder

  • Léttvigtarfjör: Auk Felder og Barboza eru tveir skemmtilegir léttvigtarbardagar á morgun. Joe Lauzon mætir Takenori Gomi og Jim Miller mætir Danny Castillo. Lauzon er alltaf í skemmtilegum bardögum og þó Gomi sé orðinn 36 ára getur verið mjög gaman að sjá hann berjast. Miller er ekki eins góður og hann var yfir tveimur árum en ‘never say die’ viðhorf hans og 13 sigrar hans eftir uppgjafartök gerir hann að skemmtilegu sjónvarpsefni.
  • Zak Cummings snýr aftur: Zak Cummings hefur ekkert barist síðan Gunnar Nelson sigraði hann þann 19. júlí í fyrra. Gunnar braut augntóft hans í bardaganum og þurfti Cummings að fara í aðgerð eftir bardagann. Við óskum Cummings alls hins besta í bardaganum á morgun.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 20:15 annað kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Zak Cummings
Zak Cummings. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Ég er ótrúlega spenntur fyrir að sjá Felder berjast. Fyrsti bardaginn sem ég sá með honum var á móti Danny Castillo og ég man varla eftir öðrum eins fyrstu kynnum. Spái að hann vinni Barboza sem er ekki búinn að vera að standast væntingar undanfarið.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular