spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Rotterdam

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Rotterdam

gunnar nelson albert tumenov

Íslendingar þurfa bara eina ástæðu til að horfa á þetta fyrsta UFC bardagakvöld í Hollandi en það er að styðja okkar mann til dáða. Það er hins vegar ýmislegt annað sem vert er að skoða þetta kvöld sem ætti að verða hið skemmtilegasta.

  • Mikilvægur bardagi fyrir Gunnar Nelson: Það hefur stundum verið meiri spenna fyrir bardaga Gunnars en það hefur aldrei verið meira í húfi. Gunnar er dottinn út af styrkleikalista UFC og hefur tapað tveimur af síðustu þremur bardögum. Þriðja tapið myndi ekki gera út af við ferilinn en það væri mjög slæmt og gæti hugsanlega kostað hann vinnuna. Fyrir utan það væri draumurinn um beltið enn fjarlægari og vegurinn upp á við enn brattari. Andstæðingurinn er stórhættulegur rotari frá Rússlandi sem hefur sigrað fimm bardaga í röð og er talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Nú er að duga eða drepast.
  • Rosalegur bardagi í þungavigt: Í aðalbardaga kvöldsins mætast tveir höggþungir jötnar með nokkuð veikar hökur. Bardaginn er auk þess mjög þýðingarmikill fyrir þyngdarflokkinn, sérstaklega ef Hollendingurinn Alistair Overeem sigrar. Andstæðingurinn, Andrei Arlovski, mun hins vegar gera sitt besta til að koma í veg fyrir það. Hér er nánast búið að gulltryggja rothögg en auðvitað getur allt gerst.

andrei_arlovski_vs_travis_browne_ufc_187

  • Hinn Rússabardaginn: Gunnar Nelson er ekki sá eini sem þarf að mæta ógnvekjandi Rússa þetta kvöld. Hinn 28 ára Chris Wade hefur sigrað alla fjóra bardaga sína í UFC en mætir hér sínum erfiðasta andstæðingi til þessa. Rússinn Rustam Khabilov er sambó harðjaxl með mikla reynslu og á besta aldri. Þessi ætti að verða spennandi.
  • Ný pólsk stjarna í uppsiglingu? Hin pólska Karolina Kowalkiewicz er ósigruð í átta bardögum og nálgast óðum löndu sína Joanna Jędrzejczyk sem er meistarinn í strávigt kvenna. Andstæðingurinn er hin bandaríska Heather Jo Clark sem ætti að geta veitt hinni pólsku góða samkeppni.
  • Japan gegn Írlandi: Bardagi Kyoji Horiguchi og Neil Seery er nokkuð snemma um kvöldið en ætti að vera vel þess virði að kíkja á. Seery er farinn að eldast en hann er alltaf skemmtilegur. Horiguchi hefur bara tapað fyrir meistaranum í UFC, Demetrious Johnson, en gæti verið framtíð þyngdarflokksins enda aðeins 25 ára og mjög efnilegur.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 18 að íslenskum tíma en fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 14:30 á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular