spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNurmagomedov vill ekki lengur mæta Diaz

Nurmagomedov vill ekki lengur mæta Diaz

khabibnurmagomedov1Það eru aðeins nokkrir dagar síðan Khabib Nurmagomedov bað yfirmenn UFC um bardaga gegn Nate Diaz en hann virðist strax hættur við. Nurmagomedov segir að það væri óvirðing við aðdáendur sína að berjast við Diaz.

„Ef ég berst við [Nate] Diaz fæ ég ekki virðingu frá aðdáendum mínum,“ sagði Nurmagomedov. „Allir vita að þetta er auðveldur bardagi fyrir mig.“

Diaz-bræðurnir, Nick og Nate sem eru báðir á samningi hjá UFC, lentu í slagsmálum við Nurmagomedov á WSOF 22 um síðustu helgi. Eftir atvikið sendi Nate Diaz Nurmagomedov tóninn á samfélagsmiðlum.

Nurmagomedov svaraði og sagði sína hlið á slagsmálunum og bað um að fá að berjast við Nate Diaz. Honum hefur greinilega snúist hugur.

„Ég verð að virða aðdáendur mína og mæta bara áskorunum frá bestu íþróttamönnunum,“ sagði Nurmagomedov.

Nurmagomedov er ósigraður eftir 22 bardaga og átti að mæta Donald Cerrone á UFC 187 í maí. Hann hafði verið frá í ár vegna meiðsla en meiddist aftur skömmu fyrir bardagann. Sigurvegari bardagans hefði að öllum líkindum fengið tækifæri til að mæta léttvigtarmeistaranum, Rafael dos Anjos, sem Nurmagomedov sigraði í apríl 2014. Þessi 26 ára gamli Dagestani er því enn að jafna sig á meiðslum og mun líklega ekki berjast fyrr í fyrsta lagi í desember.

Nate Diaz hefur ekki barist síðan í desember 2014 og óvíst er hvort, hvenær og gegn hverjum hann berst næst í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular