spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÓmar Yamak keppir á Victory Grappling um helgina

Ómar Yamak keppir á Victory Grappling um helgina

Ómar Yamak keppir í 16-manna útsláttarmóti á Englandi um helgina. Öllum keppendum var boðið á mótið og eru margir afar sterkir glímumenn á mótinu.

Mótið kallast Victory Grappling og fer fram í Kent á Englandi. Steve O’Keefe stendur fyrir mótinu en hann hefur tvívegis komið hingað til lands á BJJ Globetrotters æfingabúðirnar og hrifist af íslensku glímusenunni. Hann stefnir á að bjóða fleiri íslenskum glímumönnum á komandi viðburði.

Þetta er fyrsta mótið hjá Victory Grappling en þar verður 16-manna opinn flokkur á dagskrá hjá keppendum sem eru undir 80 kg. Margir af sterkustu glímumönnum Evrópu keppa á mótinu en þar má nefna Ross Nicholls, Ashley Williams, Bradley Hill og Max Lindblad.

Glímurnar verða 10 mínútna langar og er keppt eftir Polaris reglum í nogi glímu. Sigurvegari mótsins fær 2.000 pund í verðlaun eða tæpar 300.000 íslenskar krónur. Mótið fer fram á sunnudaginn en á þessari stundu er óljóst hvort sýnt verði beint frá mótinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular