Um nokkuð skeið hafa orðrómar verið uppi um að Gunnar Nelson muni berjast á viðburði UFC þann 22. mars næstkomandi sem haldinn verður í London en Gunni hefur verið einn vinsælasti bardagamaður UFC á viðburðum í Bretlandi. Undanfarið hafa þessi orðrómur orðið tíðari en í nótt birti MMA-miðillinn West til Death færslu á samfélagsmiðlum um að verið sé að bóka bardaga milli Gunna og Kevin Holland og að bardaginn muni fara fram á London-kortinu þann 22. mars.
UFC hafa ekki staðfest fregnirnar en Gunni hefur látið íslenska aðdáendur sína bíða heldur lengi eftir endurkomu í búrið en síðasti bardagi Gunna var gegn Brian Barberena í mars 2023 þar sem Gunni sigraði með uppgjafartaki í fyrstu lotu. Kevin Holland er mjög vinsæll bardagamaður sem er þekktur fyrir að tala mikið við mótherja, lýsendur og jafnvel áhorfendur meðan á bardögum hans stendur. Holland hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið en hann hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum en síðasti bardagi Holland var 18. janúar síðastliðinn þar sem hann tapaði með uppgjafartaki í fyrstu lotu gegn Reinier de Ridder.