spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÓtrúleg tölfræði Demian Maia

Ótrúleg tölfræði Demian Maia

demian maia ufc 194
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Demian Maia hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Hann hefur nú sigrað fimm bardaga í röð en tölfræði hans í síðustu þremur bardögum er lygileg.

Maia sigraði Matt Brown um helgina með hengingu í 3. lotu. Maia hafði mikla yfirburði nær allan bardagann og fékk fá högg í sig. Þannig hefur það í raun verið í undanförnum bardögum og hefur Maia samanlagt fengið aðeins 12 högg í sig í síðustu þremur bardögum!

Það er ótrúleg tölfræði sem fáir geta leikið eftir.

Þessir þrír bardagar voru gegn Neil Magny, Gunnari Nelson og svo Matt Brown um helgina. Maia kláraði Neil Magny með hengingu í 2. lotu og náði Magny ekki einu höggi á Maia. Gunnar Nelson fór allar þrjár loturnar með Maia og náði aðeins tveimur höggum á Maia. Brown gafst upp þegar 30 sekúndur voru eftir en náði tíu höggum á Maia.

Þar með hefur Maia aðeins fengið á sig samanlagt 12 högg í síðustu þremur bardögum sem er í raun ótrúlegt. Margir vilja sjá hann fá næsta titilbardaga og væri gaman að sjá hann fara á móti Robbie Lawler.

Tölfræðina í síðustu þremur bardögum má sjá betur hér að neðan. Myndin er tekin af heimasíðu FightMetric.

Maia tölfræði

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular