0

Paulo Costa ósáttur við Adesanya eftir bardagann og vill annan bardaga strax

Paulo Costa tapaði illa fyrir Israel Adesanya um síðustu helgi. Costa er ósáttur með hegðun Adesanya eftir bardagann og vill strax fá annað tækifæri.

Israel Adesanya rotaði Paulo Costa í 2. lotu um síðustu helgi og náði sá brasilíski lítið að ógna Adesanya. Um leið og dómarinn stöðvaði bardagann riðlaðist hann aðeins á Costa eftir að dómarinn stöðvaði bardagann sem Costa er mjög ósáttur með.

„Ég er hér til að tala um gjörðir sorpsins Adesanya eftir bardagann. Ég sá það ekki þegar ég var í búrinu en hef séð þetta núna. Ég er mjög ósáttur við þetta. Núna er þetta persónulegt. Enginn mun stoppa mig núna,“ sagði Costa á samfélagsmiðlum í gær.

„Ég vil fá annan bardaga strax. Ég mun bíða eftir þér. Það kom dálítið upp á fyrir bardagann en ég vil ekki vera með afsakanir fyrir aðdáendur mína en ég mun 100% vera tilbúinn til að mæta honum og láta hann fá það óþvegið. Ég lofa ykkur því.“

„Ég ætla ekki að afsaka mig en ég verð 100% í næsta bardaga. Paulo ‘Borrachinha’ Costa sem þið þekkið öll, sem veit hvernig á að berjast, sækir fram og veit hvernig á að klára bardaga hvenær sem er. Adesanya mun borga fyrir þetta virðingarleysi sem hann sýndi mér.“

Í öðru myndbandi sagðist Costa ætla að halda sig við millivigtina. Upphaflega ætlaði Costa að fara upp í léttþungavigt en er svo móðgaður út í Adesanya núna að hann ætlar að halda sér í millivigtinni til að fá annað tækifæri gegn Adesanya.

Umboðsmaður Costa, Wallid Ismail, var einnig ósáttur með framkomu Adesanya. „Costa er mjög ósáttur við hegðun Adesanya eftir bardagann. Stríðsmenn berjast og eftir bardagann er það bara búið. Hann er ræfill að haga sér svona eftir bardagann,“ sagði Ismail við MMA Fighting.

Costa hefur sagt að eitthvað hafi komið upp á fyrir bardagann en ekki gefið það upp sjálfur. Ismail segir að Costa hafi ekki sofið kvöldið fyrir bardagann þar sem hann hafi verið á röngu tímabelti. Aðalhluti bardagakvöldsins hófst kl. 6 um morguninn á staðartíma í Abu Dhabi síðustu helgi.

„Þetta var ekki Borrachinha þetta kvöld. En við getum ekki notað þá afsökun. Vel gert hjá Adesanya að ná þessu sparki. Við hefðum átt að breyta um taktík og fara í stríð. Við vitum það núna. Hann er ekki taktískur bardagamaður, hann er stríðsmaður.“

View this post on Instagram

Obrigado aos do bem. 👊❤️🔥

A post shared by Paulo Costa (@borrachinhamma) on

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.