Pétur Óskar Þorkelsson fékk tvenn verðlaun á Grappling Industries í Amsterdam um helgina.
Pétur Óskar Þorkelsson úr Mjölni keppti á Grappling Industries mótinu um helgina í brasilísku jiu-jitsu. Pétur keppti í -70 kg flokki brúnbeltinga í bæði nogi og í gallanum.
Í gallanum náði Pétur í gull í sínum flokki en hann vann allar þrjár glímurnar sínar í flokknum. Tvær glímur vann hann á stigum og eina á uppgjafartaki.
Í nogi hafnaði Pétur Óskar í 3. sæti. Pétur vann tvær glímur en tapaði tveimur. Pétur var eini Íslendingurinn sem keppti á mótinu en hann keppir á IBJJF Worlds nogi í Los Angeles í næstu viku ásamt fleiri Íslendingum.