spot_img
Tuesday, December 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPodcast MMA Frétta - 1. þáttur: Haraldur Dean Nelson

Podcast MMA Frétta – 1. þáttur: Haraldur Dean Nelson

soundcloud mynd 2Fyrsti þáttur í podcasti MMA Frétta var tekinn upp í gær. Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, var fyrsti gestur þáttarins. Í þættinum fengum við Harald til að segja okkur aðeins frá umboðsmennsku í MMA.

Haraldur segir að það hafi ekki verið erfitt að fá Gunnar Nelson í UFC enda vissi hann af áhuga þeirra. Þegar Haraldi og Gunnari fannst kominn tími til að fara í UFC höfðu þeir samband við bardagasamtökin. UFC var ekki lengi að svara og hafði greinilega fylgst vel með Gunnari. Haraldur gerði einnig fyrsta samning Conor McGregor við UFC en það var ekki eins auðvelt og í tilviki Gunnars.

Talið kom að Reebok samningi UFC og segir Haraldur að núverandi samningur feli í sér minni tekjur fyrir Gunnar að þessu sinni. Við ræddum einnig um steramál í MMA, UFC 189, John Hathaway og UFC 188.

Við viljum þakka Atla Má Steinarssyni fyrir aðstoðina, án hans hefði þetta ekki verið hægt. Allan þáttinn má hlusta á hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular