Annar þáttur í podcasti MMA Frétta var tekinn upp í gær. Gestir þáttarins að þessu sinni voru þeir Bjarki Ómarsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson og snérist umræðan aðallega um UFC 189.
Bjarki Ómarsson er einn af okkar allra efnilegustu MMA köppum og er mikill áhugamaður um MMA. Ásgeir Börkur Ásgeirsson er leikmaður Fylkis í Pepsi deild karla og er einnig mikill áhugamaður um MMA.
UFC 189 er á næsta leiti og því snérist þátturinn aðallega um þetta magnaða bardagakvöld. Conor McGregor mætir Jose Aldo í aðalbardaga kvöldsins og Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch á sama kvöldi. Einnig ræddum við aðeins um Kimbo Slice-Ken Shamrock bardagann og Yoel Romero-Lyoto Machida.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Sjá einnig: 1. þáttur í Podcasti MMA Frétta – Haraldur Dean Nelson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023