Reykjavík MMA verður með glímumót næstkomandi laugardag. Mótinu verður streymt í beinni á Youtube og kostar áhorfið ekkert.
Keppt verður í uppgjafarglímu og verða 11 glímur á dagskrá en mótið hefst kl. 20:00. Í aðalglímu kvöldsins mætast þær Inga Birna Ársælsdóttir (RVK MMA) og Sunna ‘Tsunami’ (Mjölnir). Inga er eina íslenskan konan sem hlotið hefur svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur verið ein besta glímukona landsins á síðustu árum.
Sunna Rannveig er færasta bardagakona þjóðarinnar en hún er eina íslenska konan sem keppt hefur atvinnubardaga í MMA. Sunna er 3-1 í MMA og hefur barist hjá Invicta FC í Bandaríkjunum undanfarin ár.
Í næstsíðustu glímu kvöldsins mætast þeir Ómar Yamak (Mjölnir) og Magnús Ingi (RVK MMA) en báðir eru svart belti í BJJ. Þeir Halldór Logi (Mjölnir) og Eiður Sigurðarsson (VBC) eru síðan í 3. síðustu glímu kvöldsins.
Þetta er 2. glímumót ársins en Collab glíman var á dagskrá í febrúar.
Dagskrá kvöldsins má síðan sjá hér að neðan: