Sunday, April 21, 2024
HomeErlentRobbie Lawler meiddur - Rousey-Holm verður á UFC 193 í Ástralíu

Robbie Lawler meiddur – Rousey-Holm verður á UFC 193 í Ástralíu

rousey holm 2Dana White tilkynnti í gærkvöldi að Robbie Lawler væri meiddur á þumalputta og gæti ekki barist á UFC 193 í nóvember. Bardagi hans gegn Condit hefur verið færður og verður bardagi Rondu Rousey og Holly Holm aðalbardaginn í Ástralíu.

Þetta kom fram í SportsCenter í gær. Robbie Lawler átti að verja veltivigtarbeltið sitt gegn Carlos Condit á UFC 193 þann 15. nóvember. Dana White sagði meiðslin ekki vera alvarleg og hefur bardaganum verið frestað um óákveðinn tíma.

UFC hefur því ákveðið að setja bardaga Rondu Rousey og Holly Holm á UFC 193. Bardagakvöldið verður það fyrsta Melbourne og fer fram á Etihad leikvanginum. Búist er við að 50-70.000 miðar verði til sölu á viðburðinn og ef UFC tekst að selja alla miðana verður þetta fjölmennasti viðburður í sögu UFC.

Þetta kemur í veg fyrir stærsta kvennaviðburð í sögu MMA þar sem Joanna Jedrzejczyk mun ekki berjast á sama kvöldi og Rousey eins og UFC hafði ráðgert. Upphaflega plan UFC var að setja kvennameistara sína saman á UFC 195 þann 2. janúar og átti Jedrzejczyk að öllum líkindum að mæta Claudia Gadelha. Gadelha verður ekki tilbúin í nóvember og því reyndi UFC að setja saman bardaga milli Jedrzejczyk og Valerie Letourneau. Hin kanadíska Letourneau gat heldur ekki verið tilbúin í nóvember.

Robbie Lawler gæti verið tilbúinn að berjast þann 2. janúar á UFC 195.

Þetta ætti að gera UFC auðveldara fyrir með miðasölu þar sem Ronda Rousey mun örugglega selja fleiri miða en Lawler-Condit. Það verður þó að koma í ljós hvort UFC takist að selja 70.000 miða með Rousey í fararbroddi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular