Monday, May 6, 2024
HomeForsíðaRVK MMA með þrjá keppendur á Cage Steel um helgina

RVK MMA með þrjá keppendur á Cage Steel um helgina

Reykjavík MMA verður með þrjá bardagamenn á Caged Steel 23 sem fer fram á laugardaginn.

Þeir Þorgrímur Þórðarson, Aron Kevinsson og Kristof Porowski berjast allir áhugamannabardaga í MMA á laugardaginn. Þorgrímur (3-1) er þegar ríkjandi meistari hjá Caged Steel í veltivigt (170 pund) og millivigt (185 pund) en fær nú tækifæri á að berjast um 176 punda titil. Þorgrímur getur því bætt þriðja titlinum í safnið en hann mætir Chris Hill (5-2) á laugardaginn.

Aron Kevinsson (3-1) mætir ósigruðum Breta, Tom Mullen (7-0), í léttvigt. Þetta verður erfiðasti bardagi Arons hingað til. Kristof Porowsky (1-0) mætir síðan Brad Kittrick (4-1) í léttvigt.

Dagskráin verður þéttskipuð á laugardaginn hjá Caged Steel en um 38 bardagar verða á dagskrá! Nákvæm dagskrá bardaganna er ekki komin en ætti að liggja fyrir þegar nær dregur. Hægt er að fylgjast með strákunum í húsnæði Reykjavík MMA á laugardaginn en nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.

Bardagarnir fara fram í Sheffield á Englandi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular